Mælanleg markmið Mælikvarði Mælitæki og gögn
Unnið verði að uppbyggingu samvinnuhúsnæðis í sem flestum byggðalögum á Austurlandi sem liður í að ​ auka möguleika á óstaðbundnum störfum og hvetja til nýsköpunar. Fjöldi samvinnuhúsa/aðstöðu Stöðutaka 2025/2029
Komið verði á fót Fjárfestingarsjóði til að efla atvinnulíf á svæðinu. Í tengslum við hann verði komið á fót Vettvangi atvinnulífs á Austurlandi sem leggur línur í stefnumálum atvinnulífs og sé öflug rödd þess. Tilurð Fjárfestingasjóðs og Vettvangs atvinnulífs Stöðutaka
Auka sýnileika atvinnu í boði á Austurlandi, innanlands og innan svæðis. Tengja og styrkja atvinnutengda viðburði og tryggja að þeir séu aðgengilegir öllum. ​Horft verði sérstaklega til að miðla styrkleikum og sóknarfærum í atvinnulífinu. Fjöldi viðburða og þátttakenda Stöðutaka 2025/2029
Aðgengi söluaðila matvæla að austfirsku hráefni og austfirskum matvælum verði bætt. Það verði t.d. gert með auknu samtali milli seljenda og neytenda, með því að selja austfirsk matvæli í dagvöruverslunum fjórðungsins og með því að hvetja veitingastaði, mötuneyti og aðra neytendur til að velja austfirskt. Fjöldi verslana /staða sem býður austfirska matvöru Stöðutaka 2025/2029
Sveitarfélög á Austurlandi setji sér innkaupastefnu sem setji kaup á staðbundnum matvælum í forgang og styðji þannig við framleiðendur á svæðinu og minnki kolefnisspor. Tilurð innkaupastefna Stöðutaka
Unnið verði að því að auðvelda kynslóðaskipti í rekstri, einkum í dreifbýli með samtali við stjórnvöld um ​rekstur, ráðgjöf og aðstoð við að leita fjárfesta enda fela þau í sér margháttaða möguleika. Fjöldi beinna aðgerða stjórnvalda Stöðutaka
Stutt við þá uppbyggingu sem hefur átt sér stað í nýtingu á skógarauðlindinni þar sem Austurland setur tóninn fyrir framtíðarnýtingu skóga á landsvísu með stuðningi við frumkvöðla. Fjöldi beinna aðgerða Stöðutaka
Átak í að dreifa ferðafólki betur um svæðið, með því að styðja við ferðaþjónustu allt árið og við nýja áfangastaði á minna sóttum stöðum. Fjöldi úthlutana til nýrra áfangastaða og gögn um gistinætur og áfangastaði Stöðutaka 2025/2029
Efla skíðasvæðin og gönguskíðasvæðin og selja þau sem áfangastað. Sameiginlegur passi og meira samstarf milli starfsmanna og svæða. Tilurð passa og mat á samstarfi og stöðu svæðanna. Stöðutaka