Aðild
Sveitarfélögin sem eiga aðild að SSA eru:
Markmið og hlutverk
Sambandið berst fyrir auknum jöfnuði til búsetu milli landshluta svo sem hvað varðar orkuverð, vöruverð, aðstöðu til náms, aðgang að heilbrigðisþjónustu og menningarstarfsemi.
Eitt meginhlutverk SSA er að auka þekkingu sveitarstjórnarmanna á verkefnum sveitarstjórna og vinna að því að gera þau eftirsóknar- og áhugaverð. Auk þess hefur SSA forgöngu um samgöngu-, atvinnu- og byggðaþróunarverkefni í fjórðungnum.
Skrifstofa SSA er staðsett að Tjarnabraut 39e, 700 Egilsstöðum.
Menningarverðlaun SSA
Menningarverðlaun SSA eru veitt árlega í samræmi við 9. grein samþykkta sambandsins. Þau eru veitt einstaklingi, stofnun eða samtökum á Austurlandi sem viðurkenning fyrir eftirtektarvert framtak á sviði lista og menningar á liðnu ári (starfsári SSA). Hlutverk verðlaunanna er einnig að vera almenn hvatning til eflingar menningar- og listastarfs í landshlutanum.
Nánar