Reyðarfjörður

Heimilisfang:Búðareyri 1, 730 Reyðarfjörður

Netfang:[email protected]

Starfsstöðin er í húsi í miðbæ Reyðarfjarðar sem gengur daglega undir nafninu Fróðleiksmolinn. Starfsmenn sinna verkefnum á sviði atvinnuþróunar, markaðsmála, stoðþjónustu og kennsla í Háskólagrunni HR og stóriðjuskólanum fer fram í húsinu.

Í Fróðleiksmolanum er hægt að leigja fundarsali, einn stóran og annan minni. Innifalið í leigu er aðgangur að skjávarpa og skjá, kaffi, te og vatn en aukalega er hægt að óska eftir mat eða kaffiveitingum. Einnig er hægt að leigja skrifstofuaðstöðu. Hafið samband við starfsstöð fyrir upplýsingar um verð.