Er draumastarfið á Austurlandi?
Ungt fólk á að mennta sig til starfa sem falla að áhugasviði þeirra. Á Starfamessu Austurlands 2024 munu atvinnuveitendur og skólar á Austurlandi kynna störf og námsframboð í landshlutanum. Með Starfamessu Austurlands 2024 vonum við að nemendur og kennarar fái góða yfirsýn yfir framtíðarstörf á Austurlandi og geti í framhaldinu fundið sitt draumastarf í heimabyggð!
Fyrir hverja?
Gestir Starfamessu Austurlands 2024 eru allir nemendur í 9. og 10. bekk grunnskóla ásamt fyrsta árs nemum framhaldsskólanna. Sýningin verður á skólatíma og við reiknum með um 400 nemendum frá skólum í Múlaþingi, Fjarðabyggð og Vopnafjarðarhreppi.
Viltu segja frá störfunum í þínu fyrirtæki?
Fyrirtækjum og stofnunum á Austurlandi býðst sér að kostnaðarlausu að setja upp sýningarbás þar sem starfsmenn geta kynnt fyrir nemendum þau störf sem unnin eru. Þetta er EKKI hugsað sem fyrirtækjakynning heldur kynning á þeim störfum sem unnin eru, í hverju þau eru fólgin, hvaða menntunar og færni þau krefjast. Þannig munum við gefa nemendum gott tækifæri til að kynnast spennandi störfum, sem þau vissu e.t.v. ekki að væru unnin á Austurlandi, og mögulega leggja grunninn að menntun sinni í framtíðinni.
Við hvetjum atvinnurekendur að taka þátt í Starfamessunni á Austurlandi 2024, leggja sitt af mörkum að kynna fyrir ungu fólki framtíðarstörf- og tækifæri á Austurlandi.
TAKTU ÞÁTT!
Skráning er hafin og hún er einföld: Sendu tölvupóst á [email protected] og láttu fylgja með nafn fyrirtækis og símanúmer/netfang tengiliðar. Við munum svo hafa samband fljótlega!
Bakhjarlar Starfamessunnar 2024
Starfamessan á Austurlandi 2024 er haldin að frumkvæði sveitarfélaganna á Austurlandi í samstarfi við Austurbrú. Starfamessan er liður í náms- og starfsráðgjöf skólanna á Austurlandi og eins og fram hefur komið er ekki um fyrirtækjakynningu að ræða heldur kynningu á þeim störfum sem unnin eru á Austurlandi. Reglur um viðburðinn, sem gilda munu fyrir alla þátttakendur, samræmast reglum grunnskólanna.
Starfamessan á Austurlandi er samvinnuverkefni sveitarfélaga á Austurlandi og hefur þann megin tilgang að laða ungt fólk til starfa og búsetu í heimabyggð!