Þann 19. apríl var 7.200.000 kr. úthlutað úr frumkvæðissjóði Sterks Stöðvarfjarðar. Alls bárust 30 umsóknir og heildarkostnaður verkefna var tæplega 60 milljónir en heildarupphæð umsókna um 29 milljónir. Í ár fengu 17 verkefni úthlutað styrk úr sjóðnum en þetta er önnur úthlutun verkefnisins. Verkefnin sem hlutu styrk eru að vanda fjölbreytt og áhugaverð og verður spennandi að fylgjast með framgangi þeirra.
Formleg úthlutunarathöfn fór fram í Sköpunarmiðstöðinni en þar er nýbúið að endurhanna efri hæð hússins og er útsýnið úr salnum stórkostlegt.
Nafn styrkhafa | Nafn verkefnis | Styrkupphæð |
Goðaborg ehf | Iðnaðarreykhús á Stöðvarfirði | 1.000.000 |
Kaffibrennslan Kvörn | Kaffibrennslan Kvörn | 750.000 |
Fasteingafélagið Tudor | Verslun á Stöðvarfirði | 750.000 |
Ásthildur Ákadóttir | Máfurinn tónlistarsmiðja | 650.000 |
Goðaborg ehf | Hráefnis- og afurðakælir í fiskvinnslu | 600.000 |
Hlynur Ármannsson | Örnefnaskráning Stöðvarfjarðar | 500.000 |
Áhugahópur um golfhermi | Golfhermir á Stöðvarfirði | 500.000 |
Eva Jörgensen og áhugafólk um fornleifauppgröft | Efling fornleifauppgröftur á Stöð | 400.000 |
Jóhannes Hafsteinsson og Leópold Figved | Stoðvagninn | 350.000 |
Íbúasamtökin | Rafrænt göngukort á Stöðvarfirði | 300.000 |
HJ ehf | Tónleikaröð á Söxu | 250.000 |
Kimi Tayler | Jokes and Gestures: comedy | 200.000 |
HJ ehf | Uppbygging sviðs á Söxu | 200.000 |
Þórhallur Ingimar Atlason | Pönkgarðurinn | 200.000 |
Áhugafélag um afþreyingu (óstofnað) | Bingó, pool og píla - Stuðfirðingar | 200.000 |
Guðmundur Arnþór Hreinsson | stodvarfjordur.is | 200.000 |
Sólmundur Friðriksson | Stöðfirskir bátar og skip | 50.000 |
Verkefnið Brothættar byggðir miðar að víðtæku samráði og að virkja þekkingu og getu íbúa byggðarlaga til að móta framtíðarsýn, markmið og lausnir. Enn fremur að virkja frumkvæði og samtakamátt íbúa og auka vitund þeirra um eigin þátt í þróun samfélagsins.
NánarValborg Ösp Árnadóttir Warén
Frá stofnun hefur Austurbrú unnið að fjölmörgum verkefnum á sviði menningar, markaðssetningar, atvinnuþróunar og fræðslu. Kynntu þér nýjustu tíðindin!
Skoða fréttasafn