Tillaga að svæðisskipulagi fyrir Austurland til ársins 2044 er birt til kynningar og athugasemda á vef Austurbrúar og í samráðsgátt stjórnvalda frá 7. júlí til 20. ágúst.
Í tillögunni er sett fram sameiginleg stefna sveitarfélaganna í landshlutanum á sviði umhverfis, efnahags, samfélags og menningar með það að markmiði að Austurland verði æ betra til búsetu, atvinnu og ferðalaga.
Öllum er frjálst að senda inn umsagnir og þeim skal skila inn rafrænt í samráðsgátt (samradsgatt.island.is) eða á netfangið [email protected] fyrir 20. ágúst 2022.
Auglýsing tillögunnar og tilheyrandi umhverfismatsskýrslu er á grundvelli 24. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 og 15. gr. laga um umhverfismat framkvæmda og áætlana nr. 111/2021.
Frá stofnun hefur Austurbrú unnið að fjölmörgum verkefnum á sviði menningar, markaðssetningar, atvinnuþróunar og fræðslu. Kynntu þér nýjustu tíðindin!
Skoða fréttasafn