Skipulagslýsing
Svæðisskipulagsnefnd var skipuð 2016. Starfsreglur fyrir hana tóku gildi vorið 2017 sem voru endurskoðaðar í desember 2020. Skipulagslýsing fyrir svæðisskipulagsgerðina var afgreidd til kynningar og umsagnar vorið 2018. Svæðisskipulagsnefnd fjallaði um umsagnir um lýsinguna í febrúar 2019 og samþykkti nokkrar áherslubreytingar en áfram var lagt upp með að leggja áherslu á eftirfarandi viðfangsefni: Áfangastaðinn Austurland, búsetu og lífsgæði, þekkingarsamfélag og nýsköpun og atvinnu og auðlindir.
Verkáætlun
Vegna sameiningar sveitarfélaga 2018 og 2019, nýrra áætlana (sóknaráætlunar og áfangastaðaáætlunar) og fleiri þátta, var verkáætlun fyrir skipulagsgerðina uppfærð á árinu 2020 og vinnunni skipt upp í eftirfarandi áfanga:
- Frumdrög: vetur-vor 2021.
- Vinnslutillaga: haust-vetur 2021.
- Kynningartillaga: vetur-vor 2022.
- Auglýsingar tillaga: haust-vetur 2022.
- Lokaafgreiðsla: vetur-vor 2023.