„Við höfum öll sama markmiðið“

„Að hittast eykur samkennd á milli fólks en þótt ferðaþjónustufyrirtækin á Austurlandi séu vissulega í samkeppni hvert við annað eiga þau líka sameiginlegra hagsmuna að gæta. Við höfum öll sama markmiðið: að fá fleiri ferðamenn á svæðið og stækka kökuna. Það er hagur okkar allra.“

Morgunfundir Austurbrúar hafa verið fastir liðir í þrjú ár en þeim var upphaflega komið á í heimsfaraldrinum til að halda tengslum við fyrirtæki í landshlutanum, einkum á sviði ferðaþjónustu.

„Þetta hefur síðan þá orðið skilvirk leið til að koma á framfæri alls konar upplýsingum og fræðslu,“ segir Sigfinnur Björnsson, verkefnastjóri hjá Austurbrú. Fundirnir eru ætlaðir samstarfsaðilum okkar þ.e. þeim fyrirtækjum og stofnunum sem gert hafa við Austurbrú samstarfssamninga.

„Það er okkar hlutverk að leiða fólk saman,“ segir Sigfinnur. „Við viljum stuðla að auknum tengslum á milli fyrirtækja í landshlutanum og auka þekkingu fólks á þeirri starfsemi er í gangi á Austurlandi. Oft kemur það fólki á óvart að heyra hvað framboðið í afþreyingu, mat og gistingu, er í raun fjölbreytt á þessu svæði,“ segir hann og heldur áfram:

Viltu gerast samstarfsaðili Austurbrúar?

Lengi vel voru morgunfundirnir ætlaðir ferðaþjónustunni en Sigfinnur segir að þeir séu opnir öllum samstarfsaðilum Austurbrúar. Á fundinum á þriðjudaginn verði t.d. umfjöllunarefnið markaðssetning á samfélagsmiðlum, sem sé viðfangsefni er gagnist öllum fyrirtækjum óháð starfsemi. Á fundinum talar Þóra Lind Helgadóttir, sérfræðingur Austurbrúar í samfélagsmiðlum, og í kjölfarið verður boðið upp á spurningar og umræður.

Sem fyrr segir verður fundurinn á þriðjudaginn á Zoom og hefst klukkan 9:15.  Allir samstarfsaðilar hafa fengið fundarboð í tölvupósti en það má líka nálgast hlekk inn á fundinn í samstarfsaðilahóp Austurbrúar á Facebook.

Ekki hika við að hafa samband sértu forvitin(n) um samstarfssamningana okkar.

Hvað felur samstarfssamningur við Austurbrú í sér?

Nánari upplýsingar


Sigfinnur Björnsson

470 3812 // [email protected]