Greina má mismunandi hug til fjárfestinga milli landshluta. Litlu munar á meðaltölum landshlutanna hvað varðar áætlanir til fjárfestinga næsta árið, en meðaltalið var þó hæst á Austurlandi sem þýðir að á Austurlandi er mestur hugur til fjárfestinga sem dreifist nokkuð jafnt milli atvinnugreina en þó mestur innan verslunar.

Heilt yfir landið var mestur hugur til fjárfestinga meðal fyrirtækja í fiskeldi. Milli kannana (2019 og 2022) var breyting mest áberandi í fyrirhuguðum fjárfestingum hjá hinu opinbera og mannvirkjagerð.

Spurt var um viðhorf til efnahagslífsins og hvernig svarendur meta horfur þar næstu 12 mánuði. Að meðaltali yfir allar atvinnugreinar telja fyrirtæki Austurlands að aðstæður haldist óbreyttar en innan ferðaþjónustu og iðnaðar er meiri bjartsýni á Austurlandi en innan verslunnar. Ferðaþjónusta á Austurlandi hefur ekki eins jákvæð viðhorf eins og ferðaþjónusta í öðrum landshlutum til efnahagshorfa næstu 12 mánuði. Að meðaltali telja fyrirtæki á Austurlandi að heildartekjur starfsárs 2022 verði svipaðar og á síðasta ári, svörun er jöfn milli atvinnugreina en þó má sjá að örlítil aukning tekna gæti orðið í ferðaþjónustu

Í fyrirtækjakönnun er spurt um tekjur af ferðaþjónustu, skapandi greinum og nýjum vörum og þjónustu. Ferðaþjónustufyrirtæki á Austurlandi áætla bróðurpart tekna sinna af sölu á vörum og þjónustu til ferðamanna. Hlutfall tekna frá ferðamönnum innan verslunar á Austurlandi er hærri en í öðrum landshlutum. Iðnaður á Austurlandi áætlar um 10% af sínum tekjum af sölu til ferðamanna. Heilt yfir litið áætla fyrirtæki Austurlands að tæplega 30% tekna sinna komi frá ferðamönnum

Fyrirtækin lögðu mat á markaðsstöðu sína og hvort hún hefði veikst eða styrkst á síðustu 6-12 mánuðum. Að meðaltali mátu fyrirtækin svo að markaðsstaða sín hafi styrkts. Meðaltal fyrir landshlutann var ögn hærra en meðaltali fyrir landið allt. Þá nokkuð jafnt milli atvinnugreina, en þó örlítið meira innan verslunar.

Að meðaltali telja fyrirtæki á Austurlandi sig hafa frekar marga kúnna, ei lítið fleiri innan ferðaþjónustu en iðnaðar og verslunar. Að meðaltali eru kúnnar austfirskra fyrirtækja frekar mikið utan starfssvæðis fyrirtækisins, þar vegur ferðaþjónustan þyngst en iðnaður og verslun nokkuð jöfn. Viðskiptavinir ferðaþjónustufyrirtækja Austurlands koma að frekar mikly leyti erlendis frá. Hvorki lítið né mikið er um erlenda viðskiptavini innan verslunnar og fekar lítið um erlenda kúnna innan iðnaðar.

Að meðaltali áætla fyrirtæki Austurlands að um 15% tekna sinna komi af sölu á vörum eða þjónustu til ferðaþjónustufyrirtækja, þar vega viðskipti innan ferðaþjónustu mest, þ.e.a.s kaup á vörum eða þjónustu milli ferðaþjónustufyrirtækja. Iðnaður og verslun halda svo hönd í hönd og áætla um 15% tekna sinna af viðskiptum við ferðaþjónustufyrirtæki

Meðal skapandi greina eru ýmis listsköpun s.s. sviðslistir, ritstörf, myndlist, tónlist. Hlutfall tekna fyrirtækja á Austurlandi af skapandi greinum er talsvert hærra en meðaltal annarra landshluta fyrir utna Vestfirði og Höfuðborgarsvæðið. Á Austurlandi sker verslun sig mjög úr meðaltalinu en þar er hæsta mat á tekjum af skapandi greinum yfir allt landið fyrir utan ferðaþjónustu á Suðurnesjum.

Fyrirtæki á Austurlandi eru ögn fyrir ofan miðju varðandi hlutfall tekna af nýjum vörum og þjónustu. Hlutfallið er hæst innan iðnaðar, fyrirtæki innan þeirrar greinar á Austurlandi áætla tæplega 20% tekna sinna af sölu á nýjum vörum og þjónustu. Minnst er hlutfallið innan ferðaþjónustu.

Tekjur af skapandi greinum