Birgjar fyrirtækja á Austurlandi eru að mestu leyti innlendir og þá einkum innan verslunar og ferðaþjónustu en ei lítið minna innan iðnaðar. Það er að segja iðnaðarfyrirtæki versla meira við erlenda birgja en aðar atvinnugreinar á Austurlandi. Þó birgjar séu að mestu leyti innlendir er minna um að þeir séu staðsettir innan svæðis á Austurlandi.

Nokkur ánægja er með bankaþjónustu í flestum landshlutum. Fyrirtæki á Suðurnesjum, Norðurlandi eystra og Austurlandi voru ánægðari með bankaþjónustu en aðrir landshlutar. Fyrirtæki á Austurlandi eru þar hæst, þ.e.a.s. mest ánægja ríkir með bankaþjónstu meðal fyrirtækja Austurlands af landinu öllu. Skapandi greinar voru meðal þeirra atvinnugreina sem voru óánægðastar með bankaþjónustuna yfir landið allt.