Spurt var um stuðning hins opinbera við nýsköpun fyrirtækja og fræðsluefni frá hinu opinbera varðandi nýsköpun. Hvorki lítil né mikil þekking er meðal fyrirtækja á Austurlandi á framboði stuðnings hins opinsbera við nýsköpun, en meiri þekking er á því innan ferðaþjónustu en annarra atvinnugreina. Meðaltal landshlutans er þó ögn hærra en meðaltal landsins.

Varðandi sóknaráætlun landshlutans og Uppbyggingarsjóð þá meta fyrirtæki Austurlands þekkingu sína hvorki mikla né litla, en hæst mátu fyrirtæki innnan ferðaþjónustu þekkingu sína á Sóknaráætlun landshlutans og fyrirtæki iðnaðar meta þekking sínu á Uppbyggingarsjóð ögn meiri að meðaltali en aðrar atvinnugreinar. Fyrirtæki á Austurlandi mælast yfir heildarmeðaltali fyrir landið allt hvað varðar ánægju þjónustu uppbyggingarsjóðs landshlutans. Hæsta meðaltal meðal landshluta, En þó er meðaltalið ekki nema örlítið yfir því að vera mitt á milli þess að hafa aldrei sótt aðstoð eða einu sinni sótt aðstoð.

Ráðgjafaþjónusta

Þekkingu á ráðgjafaþjónustu á vegum landshlutasamtaka eða atvinnuþróunarfélaga er mest innan ferðaþjónustunnar á Austurlandi en almennt er ekki útbreidd þekking á þessari þjónustu innan fyrirtækja á Austurlandi, þ.e.a.s. mismunandi magn þekkingar milli atvinnugreina.

Fyrirtæki á Austurlandi mælast yfir heildarmeðaltali fyrir landið allt þegar kemur að því að þiggja aðstoð atvinnuráðgjafaþjónustu á vegum landshlutasamtaka eða atvinnuþróunarfélaga og mælist landshlutinn næst hæstur á eftir Norðurlandi Vestra. Niðurstöður fyrirtækjakönnunar sýna að Austurland  sé undir heildarmeðaltal landshlutana þegar kemur að ánægju með landshlutasamtökin eða atvinnuþróunarfélög. Einnig sýna niðurstöðurnar að fyrirtæki á Austurlandi er undir heildarmeðtalinu þegar kemur að ánægju með atvinnuráðgjafaþjónustu á vegum landshlutsamtakanna. Þó eru verslunar- og ferðaþjónustufyrirtæki á Austurlandi líklegri til þess að vera ánægðari með ráðgjafaþjónustu heldur en iðnaðarfyrirtæki á svæðinu.

Fyrirtækjakönnun landsbyggðarinnar