Viðauki I – Spurningalisti

  1. Vantar þitt fyrirtæki / þína stofnun starfsfólk eða mun vanta starfsfólk á næstu árum?

Já, það vantar starfsfólk núna

Nei, það vantar ekki starfsfólk

Líklega mun vanta starfsfólk á næstu tveimur árum

Ólíklegt er að starfsfólk muni vanta á næstu tveimur árum

Á ekki við/Veit ekki

Annað sem þú vilt taka fram varðandi hvernig hefur gengið að ráða fólk með þá menntun/hæfni sem óskað er eftir:

  1. Hvernig hefur gengið síðustu 2 ár að fá fólk með þá menntun/hæfni sem fyrirtækið/stofnunin þarfnast?

Oftast mjög vel

Yfirleitt nokkuð vel

Misjafnt

Yfirleitt fremur illa

Oftast mjög illa

Annað sem þú vilt taka fram varðandi hvernig hefur gengið að ráða fólk með þá menntun/hæfni sem óskað er eftir:

  1. Hvaða menntun vantar eða mun vanta í þitt fyrirtæki / þína stofnun á næstu árum? Hversu marga telur þú að vanti með ákveðna menntun:  Háskólamenntun Iðnmenntun Stúdentspróf Styttra starfsnám Ófaglærða Aðra menntun

Fjöldi starfsmanna: Engan starfsmann með þessa menntun 1 starfsmann 2-3 starfsmenn 4-10 starfsmenn 11 eða fleiri starfsmenn Á ekki við/Veit ekki

  1. Hversu algengt eða sjaldgæft er að umsækjendur um störf hafi meiri menntun en starfið sem auglýst er krefst?

Mjög algengt

Frekar algengt

Hvorki algengt né sjaldgæft

Frekar sjaldgæft

Mjög sjaldgæft

Á ekki við

  1. Vinnur fyrirtækið / stofnunin eftir formlegri fræðslu/símenntunarstefnu og áætlun?

Já, fyrirtækið er með virka stefnu og áætlun varðandi fræðslu og símenntun

Já, en stefnan er ekki með virka áætlun varðandi fræðslu og símenntun

Nei, fyrirtækið hefur ekki þörf fyrir slíka stefnu eða áætlun

Nei en fyrirtækið hefur áhuga á að koma sér upp fræðslustefnu og áætlun varðandi símenntun

  1. Hafa starfsmenn á þínum vinnustað sótt sí- og endurmenntun á vegum þíns fyrirtækis sl. 12 mánuði?

Nei

Veit ekki

  1. Hefur fyrirtækið / stofnunin átt samstarf við menntastofnanir á Austurlandi sl. tvö ár?

Nei

Veit ekki

  1. Hvert sækir þitt starfsfólk sí- og endurmenntun? (Merkið við allt sem við á)

Í framhaldsskólana á Austurlandi

Austurbrú

Erlendis

Innan fyrirtækis/stofnunar

Hefur ekki sótt símenntun

Annað sem þú vilt taka fram varðandi símenntun starfsmanna:

  1. Hefði þitt fyrirtæki/stofnun áhuga/þörf á að fá heimsókn frá náms- og starfsráðgjafa sem gæti farið yfir ýmislegt sem framhaldsfræðslan gæti stutt atvinnulífið með? Merktu við allt sem við á.

Já, innlegg um fræðsluáætlanir (sí- og endurmenntun starfsfólks) fyrirtækja og hvernig fyrirtæki/stofnanir get sótt sér styrki til að láta útbúa og framkvæma slíkar áætlanir.

Já, innlegg um raunfærnimat (hvernig meta má starfsreynslu sem hluta af formlegu námi)

Já, almenna fræðslu og upplýsingar um námsleiðir frá Fræðslumiðstöð atvinnulífsins

Já, almenna fræðslu og upplýsingar um náms á framhalds- og háskólastigi

Nei, við þurfum ekki svoleiðis

  1. Hversu vel eða illa telur þú að námsframboð í þínu nærumhverfi komi til móts við þarfir fyrirtækisins / stofnunarinnar? Hver er þörfin? Hvað vantar? Hvað er vel gert?
  1. Á hvaða svæði á Austurlandi er aðalstarfsstöð fyrirtækisins / stofnunarinnar?
  2. Hvernig er eignarhaldi fyrirtækisins / stofnunarinnar best lýst?

Einkafyrirtæki

Í eigu sveitarfélags

Ríkisfyrirtæki eða stofnun

Sjálfseignarstofnun

Samvinnufélag

Annars konar eignarhald: Hvers konar?

  1. Í hvaða atvinnugrein starfar fyrirtækið / stofnunin? (Ef um fleiri en eina grein er að ræða veljið þá aðal atvinnugrein).

Fasteignaviðskipti

Fiskveiðar/fiskvinnsla/fiskeldi

Fjármála- og vátryggingastarfsemi

Flutningar og geymsla

Fræðslustarfsemi

Gisting og veitingar

Heilbrigðis- og félagsþjónusta

Iðnaður

Landbúnaður

Leiga og sérhæfð þjónusta

Mannvirkjagerð

Menning, íþróttir og tómstundir

Opinber stjórnsýsla

Sérfræðileg starfsemi

Upplýsingar og fjarskipti

Veitur

Verslun

Ökutæki

  1. Hver er fjöldi ársverka hjá þínu fyrirtæki / stofnun?

<1 1 2-5 6-10 11-20 21-50 51-100 >101

 

Viðauki II – Viðtalsvísir

Viðtölin voru hálfopin og áherslurnar breyttust örlítið eftir því sem viðtölunum fjölgaði. En viðmælendur voru upplýstir um að spyrill myndi að minnsta kosti ræða eftirfarandi:

• Hvernig eru hlutföllin um það bil á milli faglærðra og annarra hjá fyrirtækinu?

• Hvernig hefur gengið undanfarin ár að fá fólk með þá menntun / hæfni sem fyrirtækið þarfnast?

• Hvernig sérð þú fyrir þér þróunina næstu 10 ár hvað varðar starfsmannamál?

• Hvernig starfsfólk vantar eða mun vanta í þitt fyrirtæki?

• Gætuð þið bætt við ykkur starfsfólki ef „rétta“ vinnuaflið væri til staðar nú?

• Hve mörgum starfsmönnum gæti fyrirtækið bætt við sig?

• Hversu líklegt er að þitt fyrirtæki muni bæta við sig starfsfólki á næstu tveimur árum?

• Hver er þín tilfinning fyrir vinnuaflsþörfinni meðal fyrirtækja á Austurlandi?

• Telur þú að þú fáir fólk hér á þínu starfssvæði með þá menntun sem þú þarfnast?

• Hvaða menntun er brýnast að efla á Austurlandi?

• Hvernig finnst þér skólarnir í þinni heimabyggð þjónusta þína atvinustarfsemi/atvinnulífið?

• Hvað er vel gert og hvað ekki?

• Hvernig gætu skólarnir betur komið til móts við þína atvinnustarfsemi?

• Tekur þitt fyrirtæki við iðnnemum?

• Telur þú þitt fyrirtæki vera í góðum tengslum/samskiptum við skólana á svæðinu?

• Er mikilvægt að efla tengsl skóla og atvinnulífs? Af hverju?

• Hvert sækir þitt starfsfólk sí- og endurmenntun?

• Hvernig finnst þér framboðið af sí- og endurmenntun vera? Hvernig væri heppilegast að efla það?

• Hverskonar þjálfun hlýtur starfsfólk innan fyrirtækisins?

• Haldið þið sjálf námskeið innan fyrirtækisins? Ef já, af hverju?

• Getur fólk búið á svæðinu og menntað sig / tekið námskeið?

• Myndir þú hvetja þitt starfsfólk til að fara í starfsþjálfun í tiltekinni starfs- eða iðngrein?

• Hvaða breytinga er þörf í menntunarmálum á svæðinu?