Atvinnu- og samfélagsþróun
Markmið atvinnu- og samfélagsþróunarverkefna Austurbrúar er að efla og skapa tækifæri til uppbyggingar og þannig stuðla að aukinni nýsköpun, fjölbreytni í atvinnulífi og kraftmiklu samfélagi. Austurbrú veitir auk þess ráðgjöf til einstaklinga, fyrirtækja og sveitarfélaga.
NánarMarkaðssetning
Austurbrú vinnur að markaðssetningu Austurlands í heild til atvinnu, búsetu og fjárfestinga. Helsta verkefni okkar og markmið er að vinna eftir heildrænni stefnu sem unnin hefur verið á forsendum landshlutans sjálfs og samræma markaðs- og kynningarmál ferðaþjónustunnar á Austurlandi. Þá vinnum við náið með samstarfsaðilum okkar og veitum ráðgjöf, auk þess sem unnið er með markaðsstofum landshlutana að sameiginlegum hagsmunamálum ferðaþjónustunnar á landsbyggðinni.
NánarMenning
Markmið Austurbrúar er að styðja við faglegt menningarstarf á Austurlandi. Það gerum við t.d. með samstarfi við menningarmiðstöðvar á Austurlandi og með aðkomu og þátttöku í ýmis konar metnaðarfullum samstarfsverkefnum. Á síðustu árum höfum við t.d. þróað og tekið þátt í verkefnum sem snúa að uppbyggingu barnamenningar, rannsakað hagræn áhrif menningarhátíða í landshlutanum og fleira.
NánarUppbyggingarsjóður Austurlands
Hlutverk og tilgangur Uppbyggingarsjóðs Austurlands er að styrkja menningar-, atvinnu- og nýsköpunarverkefni á Austurlandi í samræmi við samning um sóknaráætlun landshlutans.
NánarFjármögnun og styrkir
Eitt af meginverkefnum Austurbrúar er að aðstoða frumkvöðla, fyrirtæki, rannsakendur og fólk í skapandi greinum við að finna fjármögnun fyrir hugmyndir sínar.
Nánar