Tilgangur og markmið
Austurbrú vinnur að eflingu Egilsstaðaflugvallar í sérstöku verkefni sem stutt er af sóknaráætlun Austurlands. Markmiðið er að nýta flugvöllinn til eflingar mannlífs og fjölgunar atvinnutækifæra á Austurlandi. Markmið okkar eru að halda áfram greiningar- og undirbúningsvinnu, mynda tengslanet við ferða- og flugrekstraraðila, innlenda sem og erlenda, og efla samstarf við áhugasama ferða- og flugrekstraraðila.
Unnið er að markaðssetningu Egilsstaðaflugvallar og Austurbrú hefur m.a. komið að gerð kynningarmyndbanda um flugvöllinn sem nýtast á ferðasýningum og öðrum fundum sem við eigum með áhugasömu ferða- og flugrekstrarfólki. Þetta myndband var gert árið 2018, leikstýrt af Henrik Dyb Zwart.