Byggðastofnun auglýsir eftir tilnefningum til samfélagsviðurkenningarinnar Landstólpans 2025, en viðurkenningin er veitt árlega á ársfundi stofnunarinnar. Landstólpinn er veittur einstaklingum, fyrirtækjum, hópum eða verkefnum sem hafa vakið athygli á byggðamálum, stutt samfélög á landsbyggðinni eða stuðlað að framgangi málefna byggðarlaga í gegnum nýsköpun, menningu, atvinnuþróun eða aðrar samfélagslega mikilvægar aðgerðir.
Austurland hefur tvívegis fengið Landstólpann, fyrst árið 2018 þegar Sköpunarmiðstöðin á Stöðvarfirði hlaut viðurkenninguna og síðan árið 2021, þegar Hákon Hansson dýralæknir á Breiðdalsvík var heiðraður fyrir framlag sitt til samfélagsins. Landstólpinn er því mikilvægur vettvangur til að varpa ljósi á þá sem leggja sitt af mörkum til uppbyggingar og jákvæðrar þróunar í nærumhverfi sínu.
Við val á handhafa Landstólpans er horft til þess hvort viðkomandi hafi:
Viðurkenningunni fylgir listmunur hannaður af íslenskum listamanni auk verðlaunafjár að upphæð 1.000.000 króna.
Að tilnefna einstakling, fyrirtæki eða verkefni til Landstólpans er einstakt tækifæri til að lyfta fram því sem vel er gert og sýna virðingu fyrir þeim sem stuðla að betra samfélagi. Við hvetjum íbúa Austurlands til að senda inn tilnefningar og taka þátt í því að varpa ljósi á það góða starf sem á sér stað í landshlutanum.
Frestur til að skila inn tilnefningum rennur út föstudaginn 28. febrúar 2025, og ber að senda þær á netfangið [email protected].
Sjá nánar á heimasíðu ByggðastofnunarFrá stofnun hefur Austurbrú unnið að fjölmörgum verkefnum á sviði menningar, markaðssetningar, atvinnuþróunar og fræðslu. Kynntu þér nýjustu tíðindin!
Skoða fréttasafn