Startup Landið 2025

Lokaviðburður Startup Landsins fór fram með pompi og prakt fimmtudaginn 30. október í Hofi á Akureyri. Þar kynntu tólf nýsköpunarteymi verkefni sín fyrir boðsgestum, og ríkti mikil orka og samkennd meðal þátttakenda.

Þau verkefni sem kynnt voru að þessu sinni voru:

  • Mundialis – Malað frostþurrkað grænmeti beint í hollustudrykkinn (Vesturland)

  • Festivus – Hornfirskt gæðasúkkulaði og ævintýralegur áfangastaður (Suðurland)

  • Snældur – Íslensk hönnunar- og gjafavara úr íslenskum við fyrir börn (Norðurland eystra)

  • Ahsig ehf. – Dagsferðir fyrir ferðamenn í Skagafirði (Norðurland vestra)

  • Fast and Affordable – Ný byggingartækni sem lækkar kostnað og styttir byggingartíma steinsteyptra húsa (Suðurnes)

  • Cannarctica – Orkusparandi heildarlausn fyrir gróðurhús í köldu loftslagi (Vestfirðir)

  • Lífrænt vottaðar íslenskar lækningajurtir – Framleiðsla og sala lífrænna lækningajurta (Vesturland)

  • Hunda Veisla – Lífrænt heilfóður fyrir hraustari hunda, unnið úr úrgangi sláturhúsa (Suðurland)

  • Böggvisbrauð – Lífrænt súrdeigsbrauð; næringarríkt og umhverfisvænt (Norðurland eystra)

  • Brekka ferðaþjónusta – Ómönnuð verslun á Þingeyri með veitingasölu (Vestfirðir)

  • Sólbrekka Mjóafirði – Ævintýraleg vetrarferð með áherslu á friðsæld og náttúrufegurð (Austurland)

  • Litli Gúri ehf. – Upplifðu náttúruna og undur hafsins á RIB Safari á Skagaströnd (Norðurland vestra)

Fleiri fréttir

Frá stofnun hefur Austurbrú unnið að fjölmörgum verkefnum á sviði menningar, markaðssetningar, atvinnuþróunar og fræðslu. Kynntu þér nýjustu tíðindin!

Skoða fréttasafn