Verkefnisstjórn um uppbyggingu atvinnulífs á Seyðisfirði býður ráðgjöf fyrir atvinnurekendur og einstaklinga í atvinnurekstri í byggðalaginu sem standa frammi fyrir rekstrarvanda vegna aurskriðanna í desember
Um er að ræða rekstrarlega/lagalega/viðskiptalega ráðgjöf til að taka á bráðum vanda og að skjóta stoðum undir framtíðarrekstur. Umfang ráðgjafarinnar verður metið í hverju tilviki, í samráði við umsækjendur og ráðgjafa. Þeir sem óska frekari upplýsinga sendi póst á netfangið [email protected] eða hafi samband við verkefnastjóra í síma 864 9974.
Ráðgjöfin er hluti þriggja ára verkefnis sem stjórnvöld og Múlaþing hafa sett af stað til að byggja upp atvinnulíf á Seyðisfirði sem stendur frammi fyrir margþættum vanda í kjölfar hamfaranna í desember sl. Frekari upplýsingar verkefnið eru á síðu Austurbrúar.
EN
The project board for re-building Seyðisfjörður’s economy is offering consulting for employers and individuals with businesses there who face operating difficulties because of the December landslides.
Consultation can include operational, legal and commercial aspects for dealing with immediate problems, as well as for strengthening the future of each business. The scope of this advisory service will be assessed case by case, in consultation with the applicant and advisors. If you would like further information, please write to [email protected] or phone the project manager at +354 864 9974.
The Icelandic government and Múlaþing municipality have launched a three-year programme for developing the Seyðisfjörður economy, since it faces a variety of problems following last December’s catastrophes.
For further information, see Austurbrú webpage