Hallormsstaðaskóli

Við verðum að fylgjast með

„Við getum ekki leyft okkur að festast í viðjum vanans og kenna sama efnið ár eftir ár. Við verðum að vera opin fyrir nýjungum, fylgjast með því sem er að gerast í heiminum og nýta ný og áður óséð sóknarfæri.“
– Bryndís Fiona Ford, skólameistari Hallormsstaðaskóla.

Lærdómsríkt að sækja um

Hún segir að Uppbyggingarsjóður Austurlands þjóni mikilvægu hlutverki í þessu tilliti. „Sú stefna hefur verið mörkuð hjá sjóðnum að styrkja færri verkefni um hærri fjárhæðir,“ segir hún. „Það tel ég mikið heillaskref því veglegur styrkur eykur svigrúmið til að framkvæma nýjungar og aðlaga sig að breyttu umhverfi. Veglegur styrkur veitir byr undir báða vængi og líkurnar á að verkefni komist á flug aukast þannig til muna. “

Bryndís segir mjög lærdómsríkt að ganga í gegnum umsóknarferlið. „Þú kynnist styrkjaumhverfinu, og ferð að sjá tækifærin í því. Styrkur úr Uppbyggingarsjóðnum getur hæglega aukið líkurnar á að þú fáir aðra og jafnvel mun stærri styrki úr öðrum sjóðum. Og þá á ég ekki eingöngu við sjóði hérlendis heldur erlendis líka. Ef þú hefur góða hugmynd og trú á henni skaltu hiklaust sækja um í Uppbyggingarsjóð Austurlands. Það á eftir að borga sig.“

Nánari upplýsingar


Tinna Kristbjörg Halldórsdóttir

470 3802 // [email protected]


Signý Ormarsdóttir

470 3811 // [email protected]