Sæktu um!

Úthlutað er úr sjóðnum árlega til verkefna á sviði menningar annars vegar, þ.á.m. stofn- og rekstrarstyrki, og til atvinnu og nýsköpunarverkefna hins vegar.

Hlutverk Uppbyggingarsjóðs er að styrkja menningar-, atvinnu- og nýsköpunarverkefni sem falla að Sóknaráætlun Austurlands. Auk þess veitir sjóðurinn stofn- og rekstrarstyrki til menningarverkefna. Uppbyggingarsjóður Austurlands er samkeppnissjóður og miðast styrkveitingar við árið 2023.

Vinnustofur verða á eftirtöldum stöðum þar sem hægt verður að fá ráðgjöf og aðstoð við gerð umsókna:

Vinnustofur

Borgarfjörður 26. september kl. 13:00-15:00 í Fjarðarborg Frestað til 4. október vegna veðurs
Djúpivogur 27. september kl. 13:00–15:00 í Austurbrú
Stöðvarfjörður 29. september kl. 13:00–15:00 í Sköpunarmiðstöð
Vopnafjörður 3. október kl. 13:00–15:00 í Kaupvangi
Vefvinnustofa 3. október kl. 13:00–15:00 á Zoom
Neskaupstaður 3. október kl. 13:30–15:30 í Múlanum
Reyðarfjörður 3. október kl. 16:30–18:30 í Austurbrú
Seyðisfjörður* 4. október kl. 13:00–16:00 í Tækniminjasafni
Egilsstaðir 6. október kl. 13:00–15:00 og 15:30–17:00 á Vonarlandi

Frekari upplýsingar


Tinna Kristbjörg Halldórsdóttir

470 3802 // [email protected]


Signý Ormarsdóttir

470 3811 // [email protected]