Þann 21. mars sl. var 11.350.000 kr. úthlutað úr frumkvæðissjóði Sterks Stöðvarfjarðar. Formleg úthlutunarathöfn fór fram á Kaffi Saxa og var boðið upp á stöðfirskt góðgæti. Alls bárust 23 umsóknir og heildarkostnaður verkefna er tæplega 37 milljónir en heildar upphæð umsókna var um 27 milljónir. Í ár fengu 18 verkefni úthlutað styrk úr sjóðnum en þetta er þriðja úthlutun verkefnisins.
Það er ljóst að það er mikill hugur í fólki og kraftur í samfélaginu á Stöðvarfirði. Það má sannarlega sjá á bæði fjölda umsókna, sem og gæðum þeirra. Mörg spennandi verkefni eru fram undan sem öll hafa það að markmiði að styrkja innviðina og samfélagið.
Verkefnin sem hlutu styrki eru að vanda fjölbreytt og áhugaverð og verður spennandi að fylgjast með framgangi þeirra.
Umsækjandi | Verkefni | |
---|---|---|
Sköpunarmiðstöðin | Framkvæmdir: Fræ sköpunareldhús | 1.650.000 |
Kimi Tayler | Brauðdagar | 900.000 |
Lukasz Stencel | Innrömmun og forvarsla Austurlands | 850.000 |
Sólmundur Friðriksson | Stöðfirskir bátar og skip: 2. áfangi | 800.000 |
Rósa Valtingojer | Keramik og kaffi | 800.000 |
HJ ehf. | Kaffihús | 750.000 |
Skemmtifélag Stöðvarfjarðar | Skemmtifélag Stöðvarfjarðar | 700.000 |
Rósa Valtingojer | Minjagripur | 650.000 |
Kaffibrennslan Kvörn | Heimasíða, sala á netinu | 650.000 |
Atomic Analog | 3 d fræsari | 500.000 |
Hlynur Ármannsson | Saga Stöðvarfjarðar | 500.000 |
SteðjiSTF ehf. | Tækjakaup | 450.000 |
Solveig Friðriksdóttir | Heilsueflandi dagar á Stöðvarfirði | 400.000 |
Guðmundur Hreinsson | Stodvarfjordur.is: lokaáfangi | 400.000 |
Sköpunarmiðstöðin | Skrifstofurými, 2. hæð | 400.000 |
Landatangi ehf | Brunaveggur | 350.000 |
Ungmennafélagið Súlan | Útilíkamsrækt | 300.000 |
Óstofnað félag um ferðamannamál | Ferðamannauppbygging á Stöðvafirði | 300.000 |
Valborg Ösp Á. Warén
Frá stofnun hefur Austurbrú unnið að fjölmörgum verkefnum á sviði menningar, markaðssetningar, atvinnuþróunar og fræðslu. Kynntu þér nýjustu tíðindin!
Skoða fréttasafn