Mánudaginn 19. desember útskrifuðust 24 nemendur úr grunnnámi stóriðju og er þetta sjötti hópurinn sem útskrifast úr því námi. Að náminu standa Alcoa Fjarðaál, Austurbrú og Verkmenntaskóli Austurlands. Í hópnum voru að þessu sinni fjórar konur.
Í náminu fást nemendur m.a. við viðhaldsmál, fræðast um umhverfis-, öryggis- og heilsumál og öðlast dýpri þekkingu á starfsemi alls Alcoa. Á útskriftardaginn kynntu nemendur lokaverkefni sín en það er hluti af náminu að vinna verkefni sem tengist einhverskonar umbótum í Alcoa. Heildarfjöldi nemenda sem útskrifast hefur úr grunn- og framhaldsnámi í stóriðju er nú um 280.
Í janúar verður farið af stað með nýjan hóp í grunnnámi stóriðju en þessir nemendur byrja svo í framhaldsnáminu haustið 2023.
Myndir: Hilmar Sigurbjörnsson
Frá stofnun hefur Austurbrú unnið að fjölmörgum verkefnum á sviði menningar, markaðssetningar, atvinnuþróunar og fræðslu. Kynntu þér nýjustu tíðindin!
Skoða fréttasafn