Á Matarmót Austurlands mættu um 1.000 gestir – tæplega 10% allra Austfirðinga! Það hefur fest sig í sessi sem einn stærsti og vinsælasti viðburður landshlutans en um 30 sýnendur tóku þátt. Margir þeirra sögðu söluna hafa verið enn betri en í fyrra og stemningin var frábær allan daginn.
Fimm kokkanemar úr Hótel- og veitingaskólanum unnu með matvælaframleiðendum á svæðinu – Móður jörð, Félagsbúinu Lindarbrekku, Goðaborg og Síldarvinnslunni – og töfruðu fram skapandi og bragðgóða rétti undir leiðsögn heimakokkanna Ægis Friðrikssonar, Ólafs Ágústssonar og Sigrúnar Sólar Agnarsdóttur.
Nýir framleiðendur létu sjá sig, lýstu mikilli ánægju með þátttökuna og ætla að koma aftur að ári. Nú þegar eru komnar fram metnaðarfullar hugmyndir fyrir næsta Matarmót og við hlökkum til!
Takk fyrir okkur, kæra Austurland!
Þessar frábæru svipmyndir hér fyrir neðan tók Esther Ösp Gunnarsdóttir hjá Austurbrú.
Frá stofnun hefur Austurbrú unnið að fjölmörgum verkefnum á sviði menningar, markaðssetningar, atvinnuþróunar og fræðslu. Kynntu þér nýjustu tíðindin!
Skoða fréttasafn