Samþykkt um verklagsreglur fyrir faghópa verkefna hjá Austurbrú ses.

Um skipan faghópa

Að jafnaði skal miða við að faghópar séu skipaðir vegna stærri tímabundinna verkefna og eftir atvikum langtímaverkefna. Verkefnastjóri viðkomandi verkefnis skal í samráði við framkvæmdastjóra meta þörf fyrir slíkan hóp. Við stofnun faghóps skal verkefnastjóri í samráði við framkvæmdastjóra leita eftir að fá í hópinn þá einstaklinga sem taldir eru nýtast verkefninu vegna þekkingar sinnar og/eða tengslanets. Hægt er að breyta faghóp eftir því sem vinna við verkefnið kallar á mismunandi bakland.

Um verksvið faghópa

Faghópur er til ráðgjafar við stefnumótun og áherslur verkefnis og stuðlar að því að árangur náist í verkefni með sem víðtækastri samvinnu fag- og hagsmunaaðila. Hópurinn er verkefnastjóra og framkvæmdastjóra til ráðgjafar um verkefnið en endanleg ákvaðanataka er í höndum og á ábyrgð Austurbrúar ses. Hlutverk faghóps getur einnig verið að vinna með verkefnastjóra að því að greiða fyrir framgangi verkefnis í samfélaginu.

Um fundi faghópa

Verkefnastjóri skal funda með faghópi verkefnis skv. áætlun viðkomandi verkefnis en aldrei sjaldnar en árlega. Verkefnastjóri og faghópur skal koma sér saman um verklag við fundarboðun og fundarstjórn. Halda skal fundargerðir á fundum með faghópum og geyma tryggilega með öðrum gögnum viðkomandi verkefnis.

Um kostnað við starfsemi faghópa

Að jafnaði skal ekki greitt fyrir vinnu eða ferðakostnað fulltrúa í faghópi. Slíkt þarf þó að meta í hverju verkefni fyrir sig af verkefnisstjóra og framkvæmdastjóra og greiðist kostnaður þá af viðkomandi verkefni skv. áætlun verkefnisins.

Breytingar á starfsreglum um faghópa

Breytingar á verklagsreglum þessum skulu gerðar með samþykki meirihluta stjórnar Austurbrúar ses. og að fenginni umsögn starfsháttanefndar.

Samþykkt á stjórnarfundi Austurbrúar 13. apríl 2016.