Vorfundur Byggðastofnunar og landshlutasamtaka um atvinnuþróun fór fram á Breiðdalsvík 7.–8. maí. Þar komu saman ráðgjafar og sérfræðingar frá landshlutasamtökum víðsvegar að af landinu til að ræða þróun byggða og samfélaga utan höfuðborgarsvæðisins.
Á fundinum var meðal annars fjallað um áhrif stóriðjuframkvæmda á Austurlandi á þróun samfélags og íbúafjölda. Lilja Sif Magnúsdóttir, verkefnastjóri hjá Austurbrú, hélt erindi þar sem gögn Sjálfbærniverkefnisins á Austurlandi voru nýtt til að varpa ljósi á þessi áhrif. Þar kom fram að bygging álversins við Reyðarfjörð markaði upphaf tímabils mikilla samfélagsbreytinga. Fólksfjölgun varð veruleg á miðsvæðum, efnahagslíf efldist og vinnumarkaðurinn breyttist.
Gögnin sýna einnig að áhrifin dreifðust ekki jafnt. Þau sýna það t.d. að fjölgun íbúa og aukin starfsemi átti sér stað á svæðum nálægt Fjarðaáli, á meðan mörg dreifðari byggðarlög héldu áfram að missa frá sér íbúa.
Á vef Sjálfbærniverkefnisins á Austurlandi er fjallað ítarlega um þetta mál.
Sjá frétt á Sjalfbaerni.isFrá stofnun hefur Austurbrú unnið að fjölmörgum verkefnum á sviði menningar, markaðssetningar, atvinnuþróunar og fræðslu. Kynntu þér nýjustu tíðindin!
Skoða fréttasafn