Fjölmargir aðilar sinna farm- og/eða fólksflutningum á Austurlandi. Þessir aðilar eru: Skólaakstur, sveitapóstur, Strætó BS – Flugrúta, Almenningssamgöngur milli þéttbýliskjarna í Fjarðabyggð og Almenningssamgöngur á Egilsstöðum og í Fellabæ.
Ýmis tækifæri eru til staðar til að samnýta flutning fólks og farms á Austurlandi. Þau liggja í því að skoða samlegð á ákveðnum leiðum til dæmis hvað varðar póst og skólaakstur í og úr sveitum. Samningsaðilar akstursaðilana eru hins vegar ólíkir aðilar; annars vegar sveitarfélag að sinna lögbundinni þjónustu og hins vegar aðili í rekstri á landsvísu sem er pósturinn.
Í Múlaþingi eru aðeins almenningssamgöngur á Egilsstöðum sem ná yfir í Fellabæ og á starfstíma skóla er farið í Brúarás. Ekki er um að ræða almenningssamgöngur milli þéttbýliskjarna í Múlaþingi en líklegt er að slíkt verði þróað og þar er sóknarfæri að hanna frá upphafi flutning sem þjónar bæði fólki og farmi.
Vopnafjörður sem jaðarsvæði á Austurlandi er illa tengt hvað varðar almenningssamgöngur og skýrt er kallað eftir þar að úr verði bætt og þá horft bæði til fólks-og farmflutninga.
Frá stofnun hefur Austurbrú unnið að fjölmörgum verkefnum á sviði menningar, markaðssetningar, atvinnuþróunar og fræðslu. Kynntu þér nýjustu tíðindin!
Skoða fréttasafn