Stjórn Eyglóar leitar að framkvæmdastjóra og verkefnastjóra til að sinna verkefnum sem snúa að uppbyggingu og þróun á sviði hringrásarhagkerfisins, orkuskipta og nýsköpunar.
Við leitum að einstaklingi sem býr yfir skilningi og þekkingu á hringrásarhagkerfinu, sérþekking á sviði orkuskipta og nýsköpunar er kostur. Óskað er eftir að viðkomandi geti hafið störf sem fyrst. Búseta á Austurlandi er skilyrði og mun starfsstöð taka mið af búsetu viðkomandi.
Stjórn Eyglóar leitar að drífandi og jákvæðum leiðtoga til að leiða samstarfsverkefnið Eygló til ársloka 2026. Leitað er að framúrskarandi einstaklingi með brennandi áhuga á nýsköpunarverkefnum á sviði hringrásarhagkerfisins, orkuskipta og loftslagsmála. Starfið felst í umsjón með daglegum rekstri Eyglóar og ábyrgð á öflun nýrra verkefna og verkefnastjórn á alþjóðlegum nýsköpunar- og þróunarverkefnum. Óskað er eftir að viðkomandi geti hafið störf sem fyrst. Búseta á Austurlandi er skilyrði og mun starfsstöð taka mið af búsetu viðkomandi.
Eygló er samstarfsverkefni á grunni hringrásarhagkerfis, orkuskipta og nýsköpunar á Austurlandi, heitið vísar til öflugasta orkugjafans, sólarinnar, og til bjartrar og kraftmikillar framtíðar. Meginmarkmið Eyglóar er að efla nýsköpun og þróun, með áherslu á að bæta nýtni hliðarstrauma og flétta þá inn í nýja verðmætasköpun. Þetta styður við vöxt sprotafyrirtækja og fjölgar tækifærum til þátttöku í alþjóðlegum rannsókna- og þróunarverkefnum í samstarfi við fyrirtæki á svæðinu. Ætlunin með Eygló er að leiða saman aðila til að afla alþjóðlegs fjármagns til tilrauna, rannsókna og þróunar á orku- og loftslagsvænum lausnum. Að verkefninu standa Landsvirkjun, Samtök sveitarfélaga á Austurlandi og umhverfis-, orku- og loftslagsráðuneytið.
Með umsókn skal fylgja ferilskrá ásamt kynningarbréfi.
Umsóknarfrestur: 15. október
Frá stofnun hefur Austurbrú unnið að fjölmörgum verkefnum á sviði menningar, markaðssetningar, atvinnuþróunar og fræðslu. Kynntu þér nýjustu tíðindin!
Skoða fréttasafn