Verkefnastjóri

Við leitum að einstaklingi sem býr yfir skilningi og þekkingu á hringrásarhagkerfinu, sérþekking á sviði orkuskipta og nýsköpunar er kostur. Óskað er eftir að viðkomandi geti hafið störf sem fyrst. Búseta á Austurlandi er skilyrði og mun starfsstöð taka mið af búsetu viðkomandi.

Helstu verkefni og ábyrgð

  • Virk þátttaka í öflun nýrra verkefna
  • Verkefnastjórn og eftirfylgni
  • Söfnun, greining og úrvinnsla gagna
  • Umsóknarskrif
  • Samskipti og samstarf við hagaðila
  • Teymisvinna með öðrum samstarfverkefnum, þ.e. Bláma, Eim og Orkídeu+

Menntunar- og hæfniskröfur

  • Háskólamenntun sem nýtist í starfi
  • Þekking á nýsköpunar-, frumkvöðla- og styrkjaumhverfi vegna þróunar- og rannsóknaverkefna
  • Góð hæfni í mannlegum samskiptum og færni í að koma frá sér efni
  • Frumkvæði og sjálfstæði í vinnubrögðum
  • Reynsla af verkefnastjórn er kostur
  • Góð færni í íslensku og ensku
Sækja um

Framkvæmdastjóri

Stjórn Eyglóar leitar að drífandi og jákvæðum leiðtoga til að leiða samstarfsverkefnið Eygló til ársloka 2026. Leitað er að framúrskarandi einstaklingi með brennandi áhuga á nýsköpunarverkefnum á sviði hringrásarhagkerfisins, orkuskipta og loftslagsmála. Starfið felst í umsjón með daglegum rekstri Eyglóar og ábyrgð á öflun nýrra verkefna og verkefnastjórn á alþjóðlegum nýsköpunar- og þróunarverkefnum. Óskað er eftir að viðkomandi geti hafið störf sem fyrst. Búseta á Austurlandi er skilyrði og mun starfsstöð taka mið af búsetu viðkomandi.

Helstu verkefni og ábyrgð

  • Umsjón með daglegum rekstri Eyglóar
  • Stefnumótun og áætlanagerð
  • Ábyrgð á öflun nýrra verkefna
  • Verkefnastjórnun og eftirfylgni
  • Samskipti og samstarf við hagaðila
  • Koma fram fyrir hönd Eyglóar og kynna starfsemi verkefnisins

Menntunar- og hæfniskröfur

  • Meistarapróf sem nýtist í starfi
  • Haldbær reynsla og þekking af stjórnun, rekstri og áætlanagerð
  • Leiðtogahæfni og drifkraftur
  • Framúrskarandi hæfni í mannlegum samskiptum
  • Frumkvæði og sjálfstæði
  • Reynsla innan stjórnsýslunnar er kostur
  • Reynsla af þátttöku í Evrópuverkefnum er kostur
  • Góð tungumálakunnátta
  • Hæfni til að tjá sig í ræðu og riti
Sækja um

Eygló er samstarfsverkefni á grunni hringrásarhagkerfis, orkuskipta og nýsköpunar á Austurlandi, heitið vísar til öflugasta orkugjafans, sólarinnar, og til bjartrar og kraftmikillar framtíðar. Meginmarkmið Eyglóar er að efla nýsköpun og þróun, með áherslu á að bæta nýtni hliðarstrauma og flétta þá inn í nýja verðmætasköpun. Þetta styður við vöxt sprotafyrirtækja og fjölgar tækifærum til þátttöku í alþjóðlegum rannsókna- og þróunarverkefnum í samstarfi við fyrirtæki á svæðinu. Ætlunin með Eygló er að leiða saman aðila til að afla alþjóðlegs fjármagns til tilrauna, rannsókna og þróunar á orku- og loftslagsvænum lausnum. Að verkefninu standa Landsvirkjun, Samtök sveitarfélaga á Austurlandi og umhverfis-, orku- og loftslagsráðuneytið.

Með umsókn skal fylgja ferilskrá ásamt kynningarbréfi.

Umsóknarfrestur: 15. október