Í kringum 100 manns tóku þátt í fundinum og voru fulltrúar flestra samstarfsaðila mættir, ásamt hagsmunaaðilum á svæðinu og fleiri hluteigandi. Umræður fundarins snerust m.a. að eftirfarandi: 

Staða verkefnisins eftir fyrsta árið 

Verkefnið nær til margra þátttakenda í ólíkum löndum þar sem þarfir eru fjölbreyttar. Að fara yfir stöðuna saman gaf því tækifæri til þess að fá innsýn í hvað er í gangi annars staðar í Evrópu. Hvert rannsóknarsvæði uppfærði samstarfsaðila um hvað hafði gengið vel og hverjar helstu ákoranirnar hefðu verið undanfarið ár.   

Undirbúningur næstu vinnustofu

Mikilvægur þáttur verkefnisins er að tengjast hagsmunaaðilum á svæðinu og til þess eru haldnar fjórar vinnustofur. Sú fyrsta hefur þegar farið fram en á fundinum var farið yfir hvernig væri hagkvæmast að halda þá næstu.  

Næstu skref

Í lok fundar gafst þátttakendum tækifæri til þess að setjast saman niður og skipuleggja næstu skref. Í svona umfangsmiklu verkefni eru margir þættir sem þarf að hafa yfirsýn yfir og því mikilvægt að allir séu á sömu blaðsíðu. 

Starfsfólk Natalie-verkefnisins


Tinna Kristbjörg Halldórsdóttir

857 0801 // [email protected]


Gabríel Arnarsson

857 0804 // [email protected]