Námskeið Austurbrúar í samvinnu við Javelin AI eru fullkomið tækifæri fyrir þá sem vilja læra að nýta gervigreind í vinnu og daglegu lífi. Haldin voru vel heppnuð námskeið í janúar í Fjarðabyggð og á Egilsstöðum en við endurtökum svo leikinn á Djúpavogi og Vopnafirði í mars og enn eru laus pláss.
Hnitmiðað, auðskiljanlegt, nytsamlegt, skýrt og skorinort eru meðal lýsingarorða sem þátttakendur notuðu til að lýsa námskeiðunum en þau eru sniðin fyrir þarfir byrjenda jafnt sem lengra komna og veita skýra innsýn í hvernig hægt er að nota gervigreind á hagnýtan hátt.
Sverrir Heiðar Davíðsson, sérfræðingur og kennari á námskeiðunum, leggur áherslu á að þátttakendur fari heim með verkfæri sem nýtast strax. „Þetta snýst ekki bara um að læra hvað gervigreind er,“ segir hann í Austurland hlaðvarp, hlaðvarpsþætti Austurbrúar. „Við viljum að fólk geti nýtt hana til að spara tíma, leysa flókin verkefni og auka gæði í vinnu sinni.“
Á námskeiðunum er lögð áhersla á að byrja á grunnatriðum fyrir þá sem eru ókunnugir tækninni. „Fyrri dagurinn er fyrir byrjendur, þar sem við förum yfir undirstöðuatriði og grunnorðaforða. Svo byggjum við ofan á þessa þekkingu með dæmum og flóknari verkefnum, þannig að allir, óháð reynslu, geta lært eitthvað nýtt,“ segir hann.
Í þættinum nefnir Sverrir dæmi um hvernig gervigreind hafi þegar breytt vinnu fólks. „Ég hef heyrt sögur af þátttakendum sem leystu vandamál á nokkrum mínútum eftir námskeiðið – verkefni sem höfðu tekið vikur áður,“ segir hann. „Gervigreind getur orðið eins og nýr vinnufélagi sem styður þig í daglegu starfi.“
Sem fyrr segir fjallaði Austurland hlaðvarp nýlega um þessi námskeið og þar benti Sverrir á hvernig gervigreind sé ekki ógn heldur gagnlegt verkfæri. „Þetta snýst um að opna dyr að nýjum lausnum og betra lífi,“ segir hann. Þátturinn var sjálfur skrifaður með hjálp gervigreindar og sýnir hvernig tæknin getur sparað tíma og aukið gæði í verkefnum. Hlusta hér.
Skráning á námskeiðin gengur vel svo ekki bíða mikið lengur. Smelltu hér og tryggðu þér sæti. Námskeiðin eru fullkomin fyrir þá sem vilja vera tilbúnir í þær breytingar sem gervigreindin er að færa okkur eða eins og Sverrir orðar það: „Ef þú vilt vera með í gervigreindarbyltingunni, þá er þetta besta leiðin til að byrja. Þetta er tækifæri til að gera hlutina betur og hraðar og jafnvel hafa gaman af á leiðinni!“
Frá stofnun hefur Austurbrú unnið að fjölmörgum verkefnum á sviði menningar, markaðssetningar, atvinnuþróunar og fræðslu. Kynntu þér nýjustu tíðindin!
Skoða fréttasafn