Á næsta fyrirlestri Forvitinna frumkvöðla þann 1. apríl verður kafað ofan í hvernig frumkvöðlar geta þjálfað og nýtt skapandi og lausnamiðaða hugsun til að finna nýjar leiðir og skapa verðmæti.
Skoðaðar verða hindranir sem oft standa í vegi fyrir skapandi hugsun og hvernig hægt er að yfirstíga þær með markvissum aðferðum. Skoðað verður hvernig gervigreind getur ýtt undir sköpunargleði og stutt við nýsköpun. Með hagnýtum dæmum og rannsóknum fá þátttakendur innsýn í hvernig þeir geta eflt sköpun í eigin verkefnum með því að blanda saman sinni eigin sköpun og gervigreind.
Birna Dröfn Birgisdóttir mun leiða okkur í gegnum þetta spennandi efni. Hún hefur brennandi áhuga á skapandi og lausnamiðaðri hugsun og hvernig gervigreind getur ýtt undir þá hæfni. Birna hefur rannsakað sköpunargleði í doktorsnámi sínu, þjálfað hundruð einstaklinga og haldið TEDx-fyrirlestur um efnið. Hún er alþjóðlegur fyrirlesari og stofnandi Bulby hugbúnaðar sem auðveldar og styttir hugarflugsfundi með hjálp gervigreindar.
Skráning á fundinn hér.
Landshlutasamtökin: Austurbrú, SASS, SSNE, SSNV, SSS, SSV og Vestfjarðarstofa standa að mánaðarlegum fræðsluerindum fyrsta þriðjudag í mánuði. Fjölbreytt fræðsla í boði fyrir frumkvöðla og önnur áhugasöm um nýsköpunarsenuna.
Fræðsluhádegin eru öllum opin og að kostnaðarlausu!
Erindin verða haldin á Teams og hefjast þau kl.12. Ráðgert að hvert erindi verði ekki lengra en 45 mínútur. Í kjölfar hvers erindis gefst kostur á að leggja fram spurningar.
Takið frá tíma:
1. apríl – Skapandi hugsun
6. maí – Viðskiptaáætlun á mannamáli
3. júní – Stofnun og rekstur smáfyrirtækja//ólík rekstarform
Í september verður boðið upp á enn fleiri spennandi fyrirlestra.
Frá stofnun hefur Austurbrú unnið að fjölmörgum verkefnum á sviði menningar, markaðssetningar, atvinnuþróunar og fræðslu. Kynntu þér nýjustu tíðindin!
Skoða fréttasafn