Haustþing Sambands sveitarfélaga á Austurlandi (SSA) fór fram í Végarði í Fljótsdal dagana 28.-29. september 2023.
Á þinginu komu saman sveitarstjórnarfulltrúar sveitarfélaganna fjögurra á Austurlandi ásamt bæjar- og sveitarstjórum og starfsfólki fundarins en það var frá Austurbrú. Bæði umhverfis-, orku- og loftslagsráðherra og fyrsti þingmaður kjördæmisins ávörpuðu þingið en einnig flutti Ragnhildur Vigfúsdóttir, fyrirlesari og markþjálfi, áhugavert erindi um jákvæða sálfræði. Sveitarstjórnarfulltrúar unnu saman í hópum þar sem rætt var um helstu hagsmunamál og viðfangsefni landshlutans. Afrakstur þeirrar vinnu voru ályktanir sem samþykktar voru af þinginu seinni daginn.
Á haustþinginu voru menningarverðlaun SSA 2023 afhend en þau hlaut Félag ljóðaunnenda á Austurlandi að þessu sinni.
Heiðursgestur þingsins var Sigríður Bragadóttir, fyrrverandi sveitarstjórnarmaður frá Vopnafirði.
Nánar um haustþingiðFrá stofnun hefur Austurbrú unnið að fjölmörgum verkefnum á sviði menningar, markaðssetningar, atvinnuþróunar og fræðslu. Kynntu þér nýjustu tíðindin!
Skoða fréttasafn