Ert þú framsækinn og drífandi verkefnastjóri? Hefur þú brennandi áhuga á fræðslustarfsemi atvinnulífsins? Kanntu að setja fram efni og miðla því? Ertu öflugur í teymisvinnu og átt auðvelt með að aðlagast nýjum verkefnum?

Austurbrú auglýsir eftir verkefnastjóra til að sinna fjölbreyttum, þverfaglegum verkefnum á sviði fræðslumála og þekkingarmiðlunar. Meginverkefni starfsins eru annars vegar að sinna kjarnaverkefnum málaflokksins svo sem umsjón prófa og háskólaþjónustu á Austurlandi, hins vegar mótun, umsjón og framkvæmd tímabundinna og breytilegra verkefna. Í starfinu felst að miðla upplýsingum og þekkingu, sinna samskiptum við einstaklinga, fyrirtæki og aðra hagaðila auk teymisvinnu fjölbreyttra verkefna málaflokksins.

Við leitum að verkefnastjóra sem er skapandi, lausnamiðaður og skipulagður og á auðvelt með að skapa tengsl og eiga í samskiptum við ólíka aðila. Ef þú vilt vinna að kraftmiklum verkefnum sem fela í sér fjölbreytt viðfangsefni sem efla einstaklinga, vinnustaði og samfélagið, þá er þetta starfið fyrir þig.

Ábyrgðarsvið

  • Stuðningur við háskólanema og efling háskólasamfélags á Austurlandi.
  • Umsjón prófa, námskeiða og námsleiða.
  • Ráðgjöf og samvinna við fyrirtæki og stofnanir varðandi fræðslu og þekkingarmiðlun.
  • Gerð kennsluefnis í íslensku og að þróun stafrænnar framsetningar og gagnvirkra kennslulausna.
  • Öflun, skipulag og umsjón verkefna á sviði fræðslu og þekkingarmiðlunar.
  • Samskipti við hagaðila, viðskiptavini og stofnanir.
  • Miðlun upplýsinga og ráðgjöf.
  • Þróun á námsframboði og þjónustu.
  • Önnur verkefni sem viðkomandi er falið.

Kröfur

  • Háskólamenntun á framhaldsstigi sem tengist starfi (s.s. á sviði kennslu, miðlunar eða upplýsingatækni).
  • Þekking á umhverfi háskólamála er kostur.
  • Þekking á fræðslustarfsemi atvinnulífsins er kostur.
  • Reynsla af miðlun þekkingar og upplýsinga.
  • Þekking og reynsla af verkefnastjórnun.
  • Mikil hæfni í samskiptum og reynsla af teymisvinnu æskileg.
  • Sjálfstæð, nákvæm og öguð vinnubrögð.
  • Þekking á samfélagi og atvinnulífi svæðisins er kostur.
  • Mjög góð færni í íslensku og ensku.
  • Mjög góð tölvu- og tæknifærni. Kostur að hafa kunnáttu í Innu.
  • Framsýni, jákvæðni og sveigjanleiki.

Umsóknir

Umsókn skal fylgja:

  • Ferilskrá. 
  • Kynningarbréf þar sem fram koma forsendur umsóknar og hvernig umsækjandi uppfyllir starfskröfur. 

 Umsóknir skal senda til Tinnu Halldórsdóttur, yfirverkefnastjóra innri mála: [email protected]
Frekari upplýsingar veitir Ásdís Helga Bjarnadóttir, yfirverkefnastjóri fræðslumála: [email protected]  

Umsóknarfrestur er til og með 11. ágúst.

Óskað er eftir að viðkomandi geti hafið störf sem fyrst í að lágmarki 80% starfshlutfalli. Búseta á Austurlandi er skilyrði. Laun eru greidd samkvæmt kjarasamningi Sambands íslenskra sveitarfélaga og Visku. Austurbrú er þverfaglegur og spennandi vinnustaður sem er leiðandi í stoðþjónustu á Austurlandi hvað varðar atvinnulíf, menntun, byggðaþróun og menningu. Austurbrú hefur hlotið jafnlaunavottun og er EQM vottuð stofnun á sviði fræðslumála og á lista Creditinfo um framúrskarandi fyrirtæki undanfarin ár.