Mannamót eru mikilvægur vettvangur til að efla tengslanet innan ferðaþjónustunnar og styðja við vöxt fyrirtækja á landsbyggðinni. Þar gefst þátttakendum tækifæri til að kynna vöruframboð sitt fyrir breiðum hópi fagaðila og mynda ný sambönd með tiltölulega litlum kostnaði. Aðstandendur Mannamóta eru Markaðsstofur landshlutanna, Íslenski ferðaklasinn, Samtök ferðaþjónustunnar, Ferðamálastofa og Íslandsstofa.

Fyrirtækin frá Austurlandi koma víðsvegar úr landshlutanum og endurspegla þá miklu grósku sem hefur átt sér stað í ferðaþjónustunni á svæðinu síðustu ár. Eins og undanfarin ár munu fyrirtækin mæta með samræmt markaðsefni sem styrkir ímynd Austurlands sem sterkrar heildar.

Nánari upplýsingar


Alexandra Tómasdóttir

865 4277 // [email protected]