Helstu niðurstöður eru þær að mikill áhugi er á grænvæðingu flugsamgangna. Til bráðabirgða virðist sú tilgáta staðfest að svæðin hafi ýmsa kosti til framleiðslu en að margar breytur séu ókannaðar, skortur sé á megindlegum mælingum varðandi framleiðslugetu o.fl. Viðmælendur rannsóknarinnar voru sammála um að fyrst og fremst þurfi að tryggja að innlend framleiðsla sé hagkvæm og verð á henni samkeppnishæft.

Fyrst og fremst rennir rannsóknin stoðum undir framhaldsverkefni sem að svo stöddu lítur út fyrir að Austurbrú mun vinna með Energi i Nord Noregi, BioFuel Region Svíþjóð og Háskólanum í Galway Írlandi. Það skýrist von bráðar.

Nánar um verkefnið

Verkefnisstjórn


Gabríel Arnarsson

857 0804 // [email protected]


Tinna Kristbjörg Halldórsdóttir

857 0801 // [email protected]