Meðal verkefna Söru verða t.d. verkefnastýring stærri og minni verkefna sem tengjast verkefnum Austurbrúar og Sambands sveitarfélaga á Austurlandi, ráðgjöf og stuðningur við frumkvöðla en helsta verkefni Söru snýr að umsjón með umhverfis- og skipulagsmálum og verkefnum á því sviði. Fyrirséð er að slíkar áherslur verði fyrirferðarmeiri í starfsemi Austurbrúar á næstu árum en ný sóknaráætlun landshlutans, sem lögð verður lokahönd á síðar á þessu ári, nýtur fulltingis umhverfis-, orku- og loftslagsráðuneytis og mun áætlunin bera þess skýr merki og fjölga verkefnum Austurbrúar á sviði umhverfis- og loftslagsmála.