Um SSA
SSA vinnur að hagsmunum sveitarfélaganna á Austurlandi og er ætlað að starfa í samvinnu við Samband íslenskra sveitarfélaga eftir því sem við verður komið. Sambandið berst fyrir auknum jöfnuði til búsetu milli landshluta og stuðlar að aukinni þekkingu sveitarstjórnarmanna á verkefnum sveitarstjórna.
Austurbrú annast daglegan rekstur SSA á grunni þjónustusamnings.
NánarSvæðisskipulag Austurlands
Svæðisskipulag Austurlands 2022–2044 er sameiginleg framtíðarsýn Fjarðabyggðar, Fljótsdalshrepps, Múlaþings og Vopnafjarðarhrepps. Markmið þess er að samræma stefnu sveitarfélaganna á sviði umhverfis, efnahags, samfélags og menningar og tryggja sjálfbæra þróun í þágu núverandi og komandi kynslóða. Það er langtíma stefnumarkandi áætlun sem á að framfylgja með skipulagsáætlunum hvers sveitarfélags og öðrum svæðisbundnum áætlunum. Svæðisskipulagið skilgreinir helstu áskoranir, sameiginleg gildi og framtíðarsýn sem sveitarfélögin vinna að sameiginlega.
NánarSóknaráætlun Austurlands
Sóknaráætlun Austurlands 2025 – 2029 markar stefnu og markmið fyrir þróun Austurlands næstu fimm árin. Alls eru 39 markmið sem varða allt frá samgöngum, loftslags- og heilbrigðismálum, til menntunar, nýsköpunar og ferðaþjónustu. Sóknaráætlunin er nú tengd Svæðisskipulagi Austurlands sem gildir frá 2022-2044 en það samstillir stefnu sveitarfélaganna á svæðinu á sviði umhverfis, efnahags, samfélags og menningar til að tryggja sjálfbæra þróun, komandi kynslóðum í hag.
NánarVerðmætasköpun á Austurlandi
Á Austurlandi eru rekin öflug og alþjóðlega samkeppnishæf framleiðslufyrirtæki sem veita stórum hluta Austfirðinga atvinnu. Í ágúst 2023 bað SSA ráðgjafafyrirtækið Analytica með aðstoð Austurbrúar að taka saman greinargerð sem varpar ljósi á efnahagsumsvif landshlutans, m.a. með því að kanna hlutdeild Austurlands í framleiðslu og útflutningi á Íslandi.
NánarStjórn og starfsfólk
Í stjórn SSA sitja fimm sveitarstjórnarmenn af starfssvæðinu en með framkvæmdastjórn fer framkvæmdastjóri Austurbrúar.
NánarGagnasafn
Hér finnurðu fundargerðir stjórnar, nefnda, samþykktir og gögn frá aðalfundum, ásamt ýmsum öðrum gagnlegum upplýsingum.
Nánar