Um SSA
SSA vinnur að hagsmunum sveitarfélaganna á Austurlandi og er ætlað að starfa í samvinnu við Samband íslenskra sveitarfélaga eftir því sem við verður komið. Sambandið berst fyrir auknum jöfnuði til búsetu milli landshluta og stuðlar að aukinni þekkingu sveitarstjórnarmanna á verkefnum sveitarstjórna.
Austurbrú annast daglegan rekstur SSA á grunni þjónustusamnings.
NánarHaustþing SSA 2023
Haustþing SSA 2023 var haldið dagana 28.-29. september í Végarði, Fljótsdal.
NánarVerðmætasköpun á Austurlandi
Á Austurlandi eru rekin öflug og alþjóðlega samkeppnishæf framleiðslufyrirtæki sem veita stórum hluta Austfirðinga atvinnu. Í ágúst 2023 bað SSA ráðgjafafyrirtækið Analytica með aðstoð Austurbrúar að taka saman greinargerð sem varpar ljósi á efnahagsumsvif landshlutans, m.a. með því að kanna hlutdeild Austurlands í framleiðslu og útflutningi á Íslandi.
NánarSóknaráætlun Landshlutana
Núgildandi Sóknaráætlanasamningar voru undirritaðir í nóvember 2019. Markmið samninganna er að efla byggðaþróun og auka samráð milli ráðuneyta á sviði byggðamála, innan hvers landshluta og milli stjórnsýslustiga, jafnframt að færa til sveitarstjórna aukna ábyrgð á sviði byggða- og samfélagsþróunar.
NánarStarfsfólk og stjórn
Í stjórn SSA sitja fimm sveitarstjórnarmenn af starfssvæðinu en með framkvæmdastjórn fer framkvæmdastjóri Austurbrúar.
NánarGagnasafn
Hér finnurðu fundargerðir stjórnar, nefnda, samþykktir og gögn frá aðalfundum, ásamt ýmsum öðrum gagnlegum upplýsingum.
Nánar