Gjaldtaka fyrir notkun bílastæða við innanlandsflugvelli hófst 25. júní. Þetta eru dapurleg tíðindi fyrir íbúa Austurlands og aðra íbúa landsbyggðarinnar og af því tilefni samþykkti stjórn Sambands sveitarfélaga á Austurlandi eftirfarandi bókun á sínum síðasta fundi sem fram fór á Vopnafirði 21. júní:
„SSA vill ítreka fyrri ályktun sína og leggst alfarið gegn gjaldtöku vegna bílastæða við Egilsstaðaflugvöll. Að mati SSA er gjaldið landsbyggðarskattur sem leggst ofan á há fargjöld íbúa Austurlands sem þurfa að sækja margþætta þjónustu til höfuðborgarinnar. Margir sem nýta sér innanlandsflug búa langt í burtu frá flugvellinum og eiga því ekki annan kost en að greiða þessi bílastæðagjöld. SSA fer því fram á það að ef halda á gjaldtökunni til streitu í óþökk heimamanna þá verði tímaramminn rýmkaður til muna og verði a.m.k. nokkrir sólarhringar.“
Frá stofnun hefur Austurbrú unnið að fjölmörgum verkefnum á sviði menningar, markaðssetningar, atvinnuþróunar og fræðslu. Kynntu þér nýjustu tíðindin!
Skoða fréttasafn