Aðild
SSA vinnur að hagsmunum sveitarfélaganna á Austurlandi. Sveitarfélögin sem eiga aðild að SSA eru:
Markmið og hlutverk
SSA var stofnað 1966 og er byggt á grunni Fjórðungsþings Austurlands sem starfaði á árunum 1943 til 1964. SSA hefur frá upphafi barist fyrir ýmsum sameiginlegum hagsmunamálum landshlutans sem flest lúta að því að komið verði á auknum jöfnuði til búsetu milli landshluta. Annað meginhlutverk SSA er að auka þekkingu sveitarstjórnarmanna á verkefnum sveitarstjórna og vinna að því að gera þau eftirsóknar- og áhugaverð. Auk þess hefur SSA forgöngu um fjölbreytileg samgöngu-, atvinnu- og byggðaþróunarverkefni í fjórðungnum.
Skrifstofa SSA er staðsett að Tjarnabraut 39e, 700 Egilsstöðum.
Haustþing SSA
Stærsti viðburður ársins hjá SSA er haustþingið. Á því fer fram umræða og samtal um helstu hagsmunamál Austfirðinga og málefnastarf sem áður fór fram á aðalfundum sambandsins.
NánarMenningarverðlaun
Á haustþinginu eru veitt menningarverðlaun SSA í samræmi við 8. grein samþykkta SSA. Þau eru veitt einstaklingi, stofnun eða samtökum á Austurlandi sem viðurkenning fyrir eftirtektarvert framtak á sviði lista og menningar á liðnu ári. Hlutverk verðlaunanna er einnig að vera almenn hvatning til eflingar menningar- og listastarfs á Austurlandi.
NánarStarfsemi
Austurbrú sér um daglegan rekstur SSA samkvæmt þjónustusamningi. Starfsemin er margþætt og má þar nefna umsagnir um frumvörp sem lögð eru fram á Alþingi og eftirfylgni með áherslum stjórnvalda til framþróunar á Austurlandi. SSA vinnur einnig að sóknaráætlun landshlutans, þróun svæðisskipulags og almenningssamgangna, á í samskiptum við önnur landshlutasamtök, þingmenn kjördæmisins, starfsmenn Stjórnarráðsins, sveitarstjórnarmenn, starfsmenn sveitarfélaga á starfssvæði SSA og íbúa Austurlands. Að auki skipar SSA í ýmsa starfshópa og nefndir.
Starfsemi SSA árið 2022