Rannsóknir og greiningar
Við leggjum áherslu á að rannsóknum á Austurlandi sé sinnt og höfum frumkvæði að rannsóknar- og þróunarverkefnum, bæði stórum og smáum, sem byggja á sérstöðu landshlutans í náttúrufari, atvinnulífi og menningu. Einnig vinnum við að ýmsum vöktunar-, greiningar- og þróunarverkefnum. Tilgangurinn er að efla og viðhalda þekkingu á samfélögum og byggðum Austurlands og taka þátt í faglegri umræðu um málefni landshlutans. Niðurstöður verkefna eru nýttar á margvíslegan hátt innan Austurbrúar og utan; birtar sem útgefnar skýrslur, lokaðar skýrslur einungis fyrir þeim er málin snerta, á vef, sem ráðstefnuerindi eða á annan hátt, allt eftir því hvað við á hverju sinni.
Helstu verkefni
Rannsóknarverkefni eru af tvennum toga: Annars vegar verkefni sem fyrirtæki og stofnanir kaupa og hins vegar verkefni sem Austurbrú hefur frumkvæði að og fjármagnar sjálf. Verkefnin eru misjöfn að umfangi og byggja á sérstöðu landshlutans í náttúrufari, atvinnulífi og menningu.
Skoðaðu fjölbreytt rannsóknaverkefni um Austurland.
NánarRannsókna- og greiningarteymið
![](https://austurbru.is/wp-content/uploads/2024/09/Tinna2.png)
Tinna Kristbjörg Halldórsdóttir
![](https://austurbru.is/wp-content/uploads/2022/01/Erna-scaled-e1692019208221-1765x1600.jpg)
Erna Rakel Baldvinsdóttir
![](https://austurbru.is/wp-content/uploads/2022/10/Gabriel_-1472x1600.jpg)
Gabríel Arnarsson
![](https://austurbru.is/wp-content/uploads/2020/03/Arnar-1.jpg)
Arnar Úlfarsson