Önnur verkefni

Frá stofnun Austurbrúar árið 2012 hafa verið unnið fjölmörg verkefni þar sem tilgangurinn er að efla og viðhalda þekkingu á samfélögum og byggðum Austurlands. Þannig vinnur stofnunin árlega að að ýmsum rannsókna- vöktunar- greininga- og þróunarverkefnum. Áhersla er lögð á viðfangsefni sem tengjast starfssviðum Austurbrúar og samstarfsaðila hennar. Niðurstöður verkefna eru nýttar á margvíslegan hátt innan Austurbrúar og utan. Þær eru einnig birtar sem útgefnar skýrslur, lokaðar skýrslur sem birtar eru einungis þeim er málin varða, ráðstefnuerindi eða á annan hátt. Oft eru verkefni kynnt sérstaklega, fyrir sveitarfélögum og fyrirtækjum eða á faglegum vettvangi með þátttöku í ráðstefnum, allt eftir því hvað við á hverju sinni. Eftirfarandi er listi yfir helstu verkefni sem við höfum unnið á síðustu árum.

 • Verkefni um fjölgun námstækifæra í skapandi greinum – styrkt samstarf um þróunarverkefni (2013-2014)
 • Efling starfsmenntunar, námsþarfir og hindranir í námi meðal verkafólks – styrkt rannsókn (2013-2014) – Sjá skýrslu
 • Staða og viðhorf atvinnulausra kvenna á Egilsstöðum og í Fjarðabyggð – styrkt rannsókn (2013-2014) – Sjá skýrslu
 • Vinnumarkaðskönnun, tengsl atvinnulausra og atvinnurekenda – styrkt könnun (2015-2016) – Sjá skýrslu
 • Sjálfbærniverkefni Alcoa og Landsvirkjunar – kostað vöktunarverkefni (2013-) Sjá vef
 • Fossar í Vatnajökulsþjóðgarði – styrkt skrásetning (2013-2014) – Sjá vef
 • Fjarvinnsla, yfirlit um fjarvinnsluverkefni – styrkt samantekt (2014)
 • Eyjahjartað – evrópuverkefni, rannsókn (2013-2015)
 • Atvinnugreiningaverkefni á Fljótsdalshéraði – styrkt greining (2015-2016)
 • Ástæður brottflutnings kvenna af Austurlandi – styrkt rannsókn (2015)
 • Könnun um áfangastaðinn Austurland – hluti af verkefninu Áfangastaðurinn Austurland, könnun (2014-2015)
 • Hagtölur Austurlands – hugmyndavinna Austurbrúar, greining (2015)
 • Menntunarstaða á Austurlandi – greining (2018)
 • Austurland í tölum – greining (2018)
 • Innflytjendur á Austurlandi – styrkt rannsókn (2017-2019)
 • Innflytendur á Austurlandi, greining (2019)
 • Fjarnám og fjarnemar á Austurlandi – styrkt könnun og greining (2017 og 2019)
 • Hagræn áhrif menningarhátíða – greining (2017-2019)
 • Tungumálið opnar allar dyr – styrkt könnun og greining (2019)
 • Orkuskipti á Austurlandi – styrkt greininga og þróunarverkefni (2016-2019)
 • Handiheat, evrópuverkefni – samantekt og greining (2018-2019)
 • Menningarauður jaðarsvæða, greining á gögnum úr Eyjahjartarannsókninni (2016)
 • Innviðagreining Fljótsdalshéraðs, samntekt og greining (2017-2018)
 • Menntaþarfir atvinnulífsins – könnun og greining  (2020 – í vinnslu)
 • Innviðagreining fyrir Fjarðabyggð (2020 – í vinnslu)
 • Home is where the island heart beats (2015-2016) – Sjá myndband

Ráðstefnur

 • Áhrif brottfluttra í smáum jaðarsamfélögum og tengsl þeirra við heimahagana – Sjá ráðstefnuerindi
 • „Ég kem ekki aftur“: Brottfluttar konur af Austurlandi, tengsl við svæðið og líkur á að snúa aftur – Sjá ráðstefnuerindi
 • Where the spark is lit: Cultural capital in small communities (2016) – Sjá ráðstefnuerindi
 • „I just need to do it“: Why do young out-migrants in East Iceland contribute time and energy to cultural events in their former homes? (2018) – Sjá ráðstefnuerindi
 • Not coming back –  Sjá ráðstefnuerindi
 • Immigrants in East Iceland – Sjá ráðstefnuerindi
 • Seyðisfjörður – Case study – Sjá ráðstefnuerindi
 • „Ég kem ekki aftur“: Könnun meðal brottfluttra kvenna af Austurlandi – Sjá ráðstefnuerindi
 • Þar sem eyjahjartað slær – Sjá ráðstefnuerindi