Spurningakönnun: Svarendur I

Erfitt er að átta sig á raunverulegum fjölda virkra fyrirtækja á Austurlandi. Samkvæmt gögnum frá fyrirtækjaskrá eru yfir 2000 fyrirtæki skráð á svæðinu. Austurbrú hefur aðgengi að netföngum tæplega 400 fyrirtækja sem fengu könnunina. Meðal þessara fyrirtækja eru einyrkja og smáfyrirtæki sem jafnvel starfa aðeins hluta úr ári og því ekki allir sem  töldu könnunina eiga við sig sem getur skýrt lágt svarhlutfall.

Flest fyrirtækin voru staðsett í Fjarðabyggð og á Fljótsdalshéraði. Langflest þeirra eru einkafyrirtæki og stofnanir sveitarfélaga.

Spurningakönnun: Svarendur II

Skipting svarenda eftir atvinnugreinum endurspeglar nokkuð raunskiptingu á Austurlandi. Fjöldi ársverka hjá þeim fyrirtækjum og stofnunum sem svöruðu könnun sýndi að flest þeirra skiluðu tveimur til tíu ársverkum.

Spurningakönnun: Starfsfólk

Yfir helmingur svarenda taldi að starfsfólk vantaði núna eða á næstu tveimur árum og yfirleitt gengur vel að fá starfsfólk með þá hæfni sem óskað er eftir. Umsækjendur eru sjaldan ofmenntaðir eða með meiri hæfni en óskað er eftir.

Spurningakönnun: Fræðslumál

Tæp 60% fyrirtækja og stofnana á Austurlandi sögðu að starfsfólk sitt hefði sótt sí/endurmenntun undanfarið ár en þriðjungur (33%) sagði svo ekki vera. Innan við helmingur fyrirtækja og stofnana (43%) átti í samstarfi við menntastofnanir á Austurlandi undanfarin tvö ár og tæplega helmingur (49%) hafði ekki átt slíkt samstarf.

Álíka hlutfall sótti endurmenntun innan fyrirtækis og sótti endurmenntun til Austurbrúar. Tæplega fimmtungur sótti endurmenntun erlendis.

Kannaður var áhugi fyrir heimsókn námsráðgjafa meðal annars hvað varðar gerð fræðsluáætlana og styrkja sem að þeim snúa og raunfærnimats. Rúmlega helmingur hafði ekki áhuga á slíku en aðrir sýndu áhuga á ráðgjöf námsráðgjafa hvað varðar sí og endurmenntun fyrirtækis/stofnunar.

Tæplega þriðjungur fyrirtækja og stofnana sögðust vera með virka fræðslustefnu og tæplega fimmtungur sagðist vera með slíka stefnu en hún væri ekki virk.

Menntunarþörf

Menntunarstig 0 starfsm. 1 starfsm. 2-3 starfsm. 4-10 starfsm. 11 eða fleiri Veit ekki Meðaltal Röðun
Ófaglærðir 35% 11% 26% 7% 11% 11% 1,26 1
Háskólamenntaðir 30% 16% 30% 13% 1% 9% 1,22 2
Iðnmenntun 36% 24% 22% 7% 4% 7% 1,04 3
Styttra starfsnám 32% 26% 28% 4% 0% 11% 0,94 4
Önnur menntun 51% 21% 12% 2% 2% 12% 0,61 5
Stúdentspróf 49% 18% 11% 2% 0% 20% 0,47 6