Viðauki II – Viðtalsvísir

Viðtölin voru hálfopin og áherslurnar breyttust örlítið eftir því sem viðtölunum fjölgaði en viðmælendur voru upplýstir um að spyrill myndi að minnsta kosti ræða eftirfarandi:

• Hvernig eru hlutföllin um það bil á milli faglærðra og annarra hjá fyrirtækinu?

• Hvernig hefur gengið undanfarin ár að fá fólk með þá menntun/hæfni sem fyrirtækið þarfnast?

• Hvernig sérð þú fyrir þér þróunina næstu 10 ár hvað varðar starfsmannamál?

• Hvernig starfsfólk vantar eða mun vanta í þitt fyrirtæki?

• Gætuð þið bætt við ykkur starfsfólki ef „rétta“ vinnuaflið væri til staðar nú?

• Hve mörgum starfsmönnum gæti fyrirtækið bætt við sig?

• Hversu líklegt er að þitt fyrirtæki muni bæta við sig starfsfólki á næstu tveimur árum?

• Hver er þín tilfinning fyrir vinnuaflsþörfinni meðal fyrirtækja á Austurlandi?

• Telur þú að þú fáir fólk hér á þínu starfssvæði með þá menntun sem þú þarfnast?

• Hvaða menntun er brýnast að efla á Austurlandi?

• Hvernig finnst þér skólarnir í þinni heimabyggð þjónusta þína atvinustarfsemi/atvinnulífið?

• Hvað er vel gert og hvað ekki?

• Hvernig gætu skólarnir betur komið til móts við þína atvinnustarfsemi?

• Tekur þitt fyrirtæki við iðnnemum?

• Telur þú þitt fyrirtæki vera í góðum tengslum/samskiptum við skólana á svæðinu?

• Er mikilvægt að efla tengsl skóla og atvinnulífs? Af hverju?

• Hvert sækir þitt starfsfólk sí- og endurmenntun?

• Hvernig finnst þér framboðið af sí- og endurmenntun vera? Hvernig væri heppilegast að efla það?

• Hverskonar þjálfun hlýtur starfsfólk innan fyrirtækisins?

• Haldið þið sjálf námskeið innan fyrirtækisins? Ef já, af hverju?

• Getur fólk búið á svæðinu og menntað sig/tekið námskeið?

• Myndir þú hvetja þitt starfsfólk til að fara í starfsþjálfun í tiltekinni starfs- eða iðngrein?

• Hvaða breytinga er þörf í menntunarmálum á svæðinu?