Leyfðu okkur að aðstoða!
Umhverfi styrkja og stuðningsúrræða fyrir einstaklinga og fyrirtæki er síbreytilegt og flókið. Atvinnuþróunarráðgjafar okkar leitast við að fylgjast með því eins og kostur er á hverjum tíma til þess að geta veitt aðstoð í sambandi við mótun verkefna og gerð umsókna. Austurbrú hefur sjálf umsjón með Uppbyggingarsjóði Austurlands og veitir ráðgjöf og aðra aðstoð honum tengdum og stendur m.a. fyrir vinnustofum árlega þar sem umsækjendur fá leiðsögn í gerð góðra umsókna.
Stuðningsnet frumkvöðla
Auk Austurbrúar veita eftirfarandi stofnanir stuðning við frumkvöðla og fyrirtæki:
Sjóðir á Austurlandi
Á Austurlandi eru ýmsar leiðir til fjármögnunar. Í landshlutanum eru sjóðir sem styrkja ýmis verkefni á sviði rannsókna, menningar, atvinnu- og samfélagsþróunar. Við hvetjum ykkur til að skoða þessa sjóði og kynna ykkur úthlutunarreglurnar vel.
NánarRannís
Rannís hefur umsjón með innlendum samkeppnissjóðum á málefnasviðum stofnunarinnar (rannsóknir, nýsköpun, menntun, menning, æskulýðsstarf og íþróttir) og sér auk þess um stærstu samstarfsáætlanir Evrópusambandsins sem Ísland tekur þátt í.
Vefur RannísAðrir sjóðir
Sjóða- og styrkjakerfið býður upp á ýmsa möguleika fyrir frumkvöðla og fyrirtæki og það er til mikils vinnandi að kynna sér helstu leiðir. Þótt Austurbrú hafi ekki umsýslu með öðrum sjóðum en Uppbyggingarsjóði getum við ráðlagt ogt veitt aðstoð við umsóknar vinnu.
Nánar
Hraðall
Viðskiptahraðall er ferli þar sem fyrirtæki og/eða einstaklingar fá tækifæri til að þróa áfram viðskiptahugmyndir. Þátttakendur fá ráðgjöf og aðstoð frá sérfræðingum á sviði nýsköpunar og viðskipta við að móta hugmyndir sínar.
Nánar