• Tækniþróunarsjóður Heyrir undir iðnaðar- og viðskiptaráðherra. Hlutverk sjóðsins er að styðja þróunarstarf og rannsóknir á sviði tækniþróunar sem miða að nýsköpun í íslensku atvinnulífi.
  • Skattfrádráttur rannsóknar- og þróunarverkefna Markmiðið er að efla rannsóknir og þróunarstarf og bæta samkeppnisskilyrði nýsköpunarfyrirtækja með því að veita þeim rétt til skattfrádráttar vegna kostnaðar við nýsköpunarverkefni.
  • Loftslagssjóður Loftslagssjóður er sérstakur sjóður sem heyrir undir umhverfis- og auðlindaráðherra. Hlutverk sjóðsins er að styðja við nýsköpunarverkefni á sviði loftslagsmála og verkefni sem lúta að kynningu og fræðslu um áhrif loftslagsbreytinga.
  • Nýsköpunarsjóður námsmanna Markmið sjóðsins er að gefa háskólum, rannsóknastofnunum og fyrirtækjum tækifæri til að ráða námsmenn í grunn- og meistaranámi við háskóla til sumarvinnu við metnaðarfull og krefjandi rannsóknarverkefni.
  • Matvælasjóður Hlutverk sjóðsins er að veita styrki og lán til framleiðniaukningar og hagræðingar í landbúnaði og atvinnurekstrar á bújörðum.
  • Atvinnumál kvenna Styrkjum til atvinnumála kvenna hefur verið veitt síðan 1991 en þeir eru ætlaðir konum sem eru að vinna að viðskiptahugmynd eða þróa verkefni.
  • Rannsóknasjóður Veittur er styrkur til skilgreindra rannsóknaverkefna vísindafólks og rannsóknanema í grunnrannsóknum og hagnýtum rannsóknum.
  • Innviðasjóður Sjóðurinn er ætlaður sem fjármögnun kaupa á dýrum rannsóknatækjum, uppbyggingu rannsóknainnviða og aðgangs að rannsóknainnviðum.
  • Sóknarstyrkir Markmið sjóðsins er undirbúningur umsókna í alþjóðlega rannsóknasjóði, einkum Horizon 2020.
  • Frádráttur frá tekjum erlendra sérfræðinga Markmiðið er að laða að erlenda sérfræðinga sem búa yfir nauðsynlegri þekkingu og hæfni til starfa hér á landi og með því að gera fyrirtækjum auðveldara fyrir að fá til sín slíka aðila svo að ekki þurfi að fara með viðkomandi starfsemi úr landi.
  • Jafnréttissjóður Tilgangur sjóðsins er að fjármagna eða styrkja verkefni og rannsóknir sem miða að því að efla jafnrétti kynjanna í íslensku samfélagi og á alþjóðavísu.
  • Orkurannsóknasjóður Markmið sjóðsins er að veita styrki til námsmanna, rannsóknarverkefna á vegum háskóla, stofnana, fyrirtækja og einstaklinga.
  • Eurostars Eurostars eru fyrir lítil og meðalstór fyrirtæki sem stunda sjálf rannsóknar- og þróunarstarfsemi (e. R&D performing SMEs), sem eru í alþjóðlegu samstarfi og stefna á markað.
  • Framkvæmdasjóður ferðamannastaða Hlutverk sjóðsins er að veita styrki til uppbyggingar, viðhalds og vernd­unar ferðamannastaða sem eru í eigu eða umsjón sveitarfélaga og einkaaðila um land allt og til aðgerða sem stuðla að öryggi ferðamanna og verndun náttúru landsins.
  • Átaksverkefni Hönnunarsjóðs Veittir verða styrkir til margvíslegra verkefna á sviði hönnunar og arkitektúrs og lögð áhersla á verkefni til þróunar, nýsköpunar, menningarlífs og atvinnusköpunar, gjarnan með þverfaglegri nálgun.
  • Hönnunarsjóður Sjóðurinn veitir styrki til margvíslegra verkefna á sviði hönnunar og arkitektúrs, þróunar og rannsókna, verkefna og markaðsstarfs auk ferðastyrkja.
  • Nordplus Ýmsir sjóðir eru í boði innan Nordplus áætlunarinnar. Fyrir háskólastigið, samstarfsverkefni menntastofnana á ólíkum stigum, leik- grunn- og framhaldsskólastig, tungumál og fullorðinsfræðsla.
  • Erasmus + Styrkt eru verkefni af ýmsum toga en einnig er um að ræða samstarfsfleti milli landa og miðlun á þekkingu á sameiginlegum vefsvæðum.
  • Þróunarsjóður námsgagna Hlutverk sjóðsins er að stuðla að nýsköpun, þróun, gerð og útgáfu námsgagna fyrir leik-grunn- og framhaldsskóla með það að markmiði að tryggja framboð og fjölbreytileika námsgagna í samræmi við þarfir nemenda og skóla.
  • Samstarfsnefnd um endurmenntun framhaldsskólakennara Hægt er að sækja um styrki til að skipuleggja sumarnámskeið framhaldsskólakennara í samstarfi við bókhaldsskylda fræðslu- eða menntastofnun, gestafyrirlestur á vegum fagfélags eða skóla, þátttöku í ráðstefnum og vettvangsnám.
  • Kvikmyndasjóður Sjóðurinn veitir styrki til handritsgerðar, þróunarverkefna, framleiðslu íslenskra kvikmynda og kynningar á íslenskum kvikmyndum.
  • Kvikmyndasjóður (Átaksverkefni). Sérstakt tímabundið fjárfestingaátak til að vinna gegn samdrætti í hagkerfinu í kjölfar heimsfaraldurs.
  • Myndlistarsjóður Hlutverk sjóðsins er að efla íslenska myndlist með fjárhagslegum stuðningi og kostun verkefna sem falla undir hlutverk og starfsemi myndlistarráðs.
  • Barnamenningarsjóður Hlutverk sjóðsins er að fjármagna og styðja við fjölbreytta starfsemi á sviði barnamenningar með áherslu á sköpun, listir og virka þátttöku barna í menningarlífi.
  • Listamannalaun Tilgangur sjóðsins er að efla listsköpun í landinu. Fyrir sjálfstætt starfandi hönnuði, myndlistarmenn, rithöfunda, sviðslistafólk, tónlistarflytjendur og tónskáld.
  • Creative Europe Menning Markmið sjóðsins er að efla listsköpun í landinu og koma á samstarfi á milli listastofnana og listamanna í Evrópu.
  • Creative Europe Media Til þróunar á leiknum kvikmyndum og sjónvarpsefni, skapandi heimildamyndum, teiknimyndum og tölvuleikjum. Dreifing og sala á kvikmyndum og margmiðlunarefni.
  • Tónlistarsjóður Veittir eru styrkir til almennrar tónlistarstarfsemi og til kynningar og markaðsetningar á tónlist og tónlistarfólki.
  • Hljóðritasjóður Hlutverk Hljóðritasjóðs er að efla íslenska hljóðritagerð í tónlist með fjárhagslegum stuðningi við útgáfu hljóðrit. Hljóðritasjóður veitir styrki til hljóðritunar nýrrar, frumsamdrar tónlistar sem stuðla á að nýsköpun.
  • Markaðsstyrkur ÚTÓN Markaðsstyrkir eru ætlaðir til þess að gera tónlistarmönnum kleift að framkvæma stærri kynningarverkefni á erlendum markaði. Styrkirnir eru veittir fjórum sinnum á ári.
  • Ferðastyrkur ÚTÓN Að jafnaði er veittur stykur upp á 50.000 krónur á mann, en sjóðstjórn hefur leyfi til að lækka eða hækka þá upphæð, hámarksstyrkur á mann er 100.000.  Hvert verkefni getur að hámarki hlotið styrk upp á 400.000 krónur.
  • Karolina Fund Íslensk hópfjármögnunarsíða.