Önnur verkefni

Frá stofnun Austurbrúar árið 2012 hafa verið unnið fjölmörg verkefni þar sem tilgangurinn er að efla og viðhalda þekkingu á samfélögum og byggðum Austurlands. Þannig vinnur stofnunin árlega að að ýmsum rannsókna- vöktunar- greininga- og þróunarverkefnum. Áhersla er lögð á viðfangsefni sem tengjast starfssviðum Austurbrúar og samstarfsaðila hennar. Niðurstöður verkefna eru nýttar á margvíslegan hátt innan Austurbrúar og utan. Þær eru einnig birtar sem útgefnar skýrslur, lokaðar skýrslur sem birtar eru einungis þeim er málin varða, ráðstefnuerindi eða á annan hátt. Oft eru verkefni kynnt sérstaklega, fyrir sveitarfélögum og fyrirtækjum eða á faglegum vettvangi með þátttöku í ráðstefnum, allt eftir því hvað við á hverju sinni. Eftirfarandi er listi yfir verkefni sem við höfum unnið á síðustu árum. Athugið að listinn er ekki tæmandi. Hafið samband við Austurbrú ef þið eruð að leita að gögnum sem tengjast ákveðnum rannsóknum, greiningum, ráðstefnum o.s.frv.