Matarmót

Þann 11. nóvember voru matvæli fjórðungsins í brennidepli í Valaskjálf á Egilsstöðum.

Á Matarmótinu, sem nú var haldið í þriðja sinn, gafst matvælaframleiðendum á Austurlandi tækifæri til að kynna vörur sínar fyrir gestum sem að þessu sinni voru um 500 talsins. Yfirskrift mótsins var Landsins gæði og hófst dagurinn á málþingi þar sem fjallað var um hvernig við nýtum landsins gæði, hvers vegna og hvernig koma eigi vörunum á framfæri. 

Í lok dags var haldinn aðalfundur Austfirskra krása þar sem m.a. var fjallað um hugmyndir nýrrar stjórnar að nýju hlutverki félagsins og nýju nafni. Sú vinna heldur áfram. 

Austurbrú er þegar farin að huga að næsta Matarmóti, að áframhaldandi þróun viðburðarins og aukins sýnileika Austurlands sem er í fararbroddi þegar kemur að nýtingu landsins gæða, samstarfi og sýnileika austfirskra framleiðenda úr austfirsku hráefni

Meðfylgjandi myndir tók Tara Tjörvadóttir.

Verkefnisstjórn


Halldóra Dröfn Hafþórsdóttir

470 3871 // [email protected]