Halldóra Dröfn Hafþórsdóttir, starfsmaður Austurbrúar, sinnir áfram samfélaginu á Djúpavogi eins og verið hefur undanfarin ár. Viðvera starfsmannsins, á starfsstöðinni á Djúpavogi, verður í takt við viðburði og umsýslu sem snýr að Djúpavogi og nágrenni, eða eins og þurfa þykir. Starfsmaður sinnir áfram prófaumsýslu og prófayfirsetu þá daga sem próf fara fram í starfsstöðinni, aðstoðar við umsýslu við íslenskukennslu fyrir útlendinga og önnur námskeið sem haldin eru á vegum Austurbrúar. Þá veitir starfsmaðurinn áfram ráðgjöf til íbúa og fyrirtækja varðandi málefni sem falla undir starfssvið Austurbrúar. Viðvera í starfsstöðinni verður auglýst með góðum fyrirvara á íbúasíðu Djúpavogs á facebook.
Velkomið er að hafa samband við Halldóru Dröfn og óska eftir viðtali eða fjarfundi á Teams.
Frá stofnun hefur Austurbrú unnið að fjölmörgum verkefnum á sviði menningar, markaðssetningar, atvinnuþróunar og fræðslu. Kynntu þér nýjustu tíðindin!
Skoða fréttasafn