Sveitarstjórnarfulltrúar á Austurlandi hittust á sínum árlega haustfundi á Hallormsstað í gær og í dag. Guðlaugur Þór Þórðarson, umhverfis-, orku- og loftslagsráðherra, Bjarkey Olsen Gunnarsdóttir, matvælaráðherra, Ingibjörg Isaksen, fyrsti þingmaður Norðausturkjördæmis og Heiða Björg Hilmisdóttir, formaður stjórnar Sambands íslenskra sveitarfélaga ávörpuðu fundinn. Fundarmenn unnu að aðgerðaráætlun fyrir svæðisskipulagið sem einnig mun liggja til grundvallar nýrrar sóknaráætlunar er líta mun dagsins ljós fyrir áramót.