Mun fjölga atvinnutækifærum

„Nýting­ar­mið­stöð kemur til með að auka tæki­færi til nýsköp­unar, fjölga atvinnu­tæki­færum, hækka mennt­un­arstig, stuðla að sjál­bærri þróun í víðum skiln­ingi þess orðs. Nýting­ar­mið­stöðin mun þannig leggja lóð á voga­skálar við að skapa þekk­ingu til yfir­færslu á önnur svæði og efla þannig hringrás­ar­hag­kerfið langt út fyrir Vopna­fjörð“ – úr fýsileikakönnun um verkefnið.

Í undir­bún­ings­stjórn eru full­trúar frá Vopna­fjarð­ar­hreppi, BRIM, Aust­urbrú og umhverfis-, orku og loft­lags­ráðu­neyti, en einnig munu koma að verk­efninu Eygló á Aust­ur­landi ásamt háskóla-, iðnaðar- og nýsköp­un­ar­ráðu­eyti. Verið er að vinna að form­legri stofnun félagsins, en það mun verða byggt að hluta á verk­efninu „Vopn­firska matargatið“ og vera með stjórn og verk­efna­stjórn sem vinna munu í samstarfi með verk­efna­stjóra nýting­ar­mið­stöðv­ar­innar. Verkefnið er unnið í samstarfi Vopnafjarðarhrepps, Austurbrúar, umhverfisráðuneytisins og Brims á Vopnafirði og eiga allir þessir aðilar fulltrúa í stjórn þess.

Á fundi undir­bún­ings­stjórnar þann 20. sept­ember var samþykkt að ráða Rögn­vald Þorgrímsson sem verk­efna­stjóra en hann hóf störf 1. október. Brýnustu verk­efnin fyrst um sinn eru að gera áætlanir um nauðsynlegar endur­bætur á húsnæði, kynna verk­efnið fyrir vænt­an­legum samstarfs­að­ilum og sækja um styrki til frekari uppbygg­ingar. Nýting­ar­mið­stöð á Vopna­firði mun verða í afmörkuðu húsnæði á jarðhæð í fyrr­ver­andi Slát­ur­húsi Vopna­fjarðar og með skrif­stofu- og kaffi­stofu á annari hæð en aðstaða í húsnæðinu er framlag BRIMS til verk­efn­isins.

Í loka­skýrslu Örnu Bjargar Bjarn­ar­dóttur sem gerði fýsi­leika­könnun um verk­efnið segir meðal annars: „Nýting­ar­mið­stöð kemur til með að auka tæki­færi til nýsköp­unar, fjölga atvinnu­tæki­færum, hækka mennt­un­arstig, stuðla að sjál­bærri þróun í víðum skiln­ingi þess orðs. Nýting­ar­mið­stöðin mun þannig leggja lóð á voga­skálar við að skapa þekk­ingu til yfir­færslu á önnur svæði og efla þannig hringrás­ar­hag­kerfið langt út fyrir Vopna­fjörð.“

Gerðar eru miklar vænt­ingar til uppbygg­ingar og reksturs á nýting­ar­mið­stöð á Vopna­firði en þetta er nýsköp­un­ar­verk­efni sem hefur mikla mögu­leika til vaxtar og þróunar til bæði skamms tíma og lengri fram­tíðar.

Frá verkefninu er sagt frá á vef Vopnafjarðarhrepps.