Austurbrú auglýsir stöðu verkefnastjóra Sjálfbærniverkefnis Landsvirkjunar og Alcoa Fjarðaáls.

Um er að ræða starf til eins árs með möguleika á framhaldi. Viðfangsefni verkefnastjóra er samantekt og uppgjör á stöðu Sjálfbærniverkefnisins sem safnað hefur skilgreindum mælingum í tæp 20 ár.

Um er að ræða verkefni sem krefst haldbærrar reynslu og þekkingar af gagnavinnslu og leikni í að setja fram niðurstöður. Tengja þarf saman þær upplýsingar sem verkefnið hefur safnað, miðla niðurstöðum á fjölbreyttan máta og endurspegla verkefnið og niðurstöður þess í stærra samhengi.

Verkefnið felur í sér töluverð samskipti við einstaklinga, fyrirtæki og aðra hagaðila. Við leitum því að samskiptafærum verkefnastjóra sem er nákvæmur og forvitinn varðandi sögu þeirra gagna sem unnið er með og býr yfir hæfni til að miðla og leita álits og endurgjafar á það sem gögnin sýna.

Um er að ræða 80-100% stöðu en í boði er einnig að taka þátt í tilfallandi rannsóknar og greiningarverkefnum rannsóknarteymis Austurbrúar s.s. Horizon2020-verkefnum og greiningarþjónustu fyrir samstarfsaðila.

Ef þú ert flinkur í Excel og lýsandi tölfræðivinnslu, skapandi, lausnamiðaður og skipulagður og átt auðvelt með að skapa tengsl og eiga í samskiptum við ólíka aðila viljum við gjarnan fá umsókn frá þér.

Helstu verkefni og ábyrgð

  • Uppgjör, úrvinnsla og miðlun gagna Sjálfbærniverkefnisins.
  • Samskipti við hagaðila, viðskiptavini og stofnanir.
  • Miðlun upplýsinga.
  • Þátttaka í teymisvinnu rannsókna og greiningarmála.
  • Öflun nýrra verkefna og gerð umsókna.
  • Önnur verkefni sem viðkomandi eru falið.

Menntunar- og hæfniskröfur

  • Háskólamenntun á framhaldsstigi sem nýtist í starfi (s.s. á sviði tölfræði og aðferða, miðlunar eða upplýsingatækni).
  • Reynsla af miðlun þekkingar og upplýsinga.
  • Þekking og reynsla af verkefnastjórnun.
  • Mikil hæfni í samskiptum og reynsla af teymisvinnu æskileg.
  • Sjálfstæð, nákvæm og öguð vinnubrögð.
  • Þekking á samfélagi og atvinnulífi svæðisins er kostur.
  • Skilyrði er mjög góð færni í íslensku og ensku, bæði rituð og töluð.
  • Mjög góð tölvu- og tæknifærni (t.d. Excel, samfélagsmiðlar, vefsíður)
  • Framsýni, jákvæðni og sveigjanleiki.

Fríðindi í starfi

  • Sveigjanlegur vinnutími
  • Heimavinnudagar
  • Heilsustyrkur

Umsókn skal fylgja

  • Ferilskrá
  • Kynningarbréf þar sem fram koma forsendur umsóknar og hvernig umsækjandi uppfyllir starfskröfur.

Umsóknir skal senda til Tinnu Halldórsdóttur yfirverkefnastjóra innri mála [email protected] sem einnig veitir frekari upplýsingar.

Umsóknarfrestur er til og með 5. desember 2024

 

Óskað er eftir að viðkomandi geti hafið störf sem fyrst í að lágmarki 80% starfshlutfalli. Búseta á Austurlandi er skilyrði en viðkomandi getur valið starfsstöð á hverri starfsstöð Austurbrúar sem er. Laun eru greidd samkvæmt kjarasamningi Sambands íslenskra sveitarfélaga og Visku. Austurbrú er þverfaglegur og spennandi vinnustaður sem er leiðandi í stoðþjónustu á Austurlandi hvað varðar atvinnulíf, menntun, byggðaþróun og menningu. Austurbrú hefur hlotið jafnlaunavottun og er EQM vottuð stofnun á sviði fræðslumála og á lista Creditinfo um framúrskarandi fyrirtæki undanfarin ár.