Í vikunni sem leið tóku tveir starfsmenn Byggðastofnunar ásamt fulltrúum frá Austurbrú og Samtökum sveitarfélaga á Vesturlandi (SSV) þátt í vinnustofu á vegum Nordregio um snjalla aðlögun í byggðaþróun. Nordregio er norræn rannsóknarstofnun sem sérhæfir sig í skipulags- og byggðamálum.
Vinnustofan var hluti af rannsóknarverkefni sem ber yfirskriftina Smart adaptation to rural realities: Approaches and practices in Nordic municipalities and regions, sem þýða mætti sem Snjöll aðlögun að raunveruleika dreifbýlis: Aðferðir og framkvæmd í norrænum sveitarfélögum og landshlutum.
Þátttakendur í verkefninu voru frá fimm norrænum löndum þ.e. Svíþjóð, Danmörku, Noregi og Finnlandi auk Íslands. Þær áskoranir sem við blasa víða á Norðurlöndunum í þróun byggða voru til umræðu á vinnustofunni og þá einkum leitað svara við eftirfarandi spurningum:
Í hverju felst snjöll aðlögun og hver eru lykilatriðin sem tengjast slíkri aðlögun í norrænu og evrópsku samhengi? Hvernig virka snjallar aðlögunaráætlanir sem taka mið af langvarandi íbúafækkun í stjórnun/stjórnsýslu í norrænum byggðum, bæði staðbundnum og svæðisbundnum? Hverjir eru helstu kostir og hindranir í að vinna með sjónarhornið í stefnumótunarvinnu? Og að lokum hvaða stefnumótandi ráðleggingar er hægt að leggja fram á staðbundnum, svæðisbundnum grunni og/eða á landsvísu til að bregðast við fækkun íbúa í dreifbýli?
Sjá frétt á vef Byggðastofnunar
Frá stofnun hefur Austurbrú unnið að fjölmörgum verkefnum á sviði menningar, markaðssetningar, atvinnuþróunar og fræðslu. Kynntu þér nýjustu tíðindin!
Skoða fréttasafn